Hvítabjörn undan ströndum Hornstranda
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar mun á næstu dögum fara í ísbjarnaeftirlit við Hornstrandir. Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær myndband af hvítabirni á ísbreiðu norðvestur af Hornströndum en í ljós kom að myndbandið var tekið fyrir þremur vikum.