„Tilvalið til að leyfa tilfinningunum að fljóta“
Það verður einstakur viðburður í Smáranum í Kópavogi á morgun þegar kvenna og karlalið Grindavíkur mæta til leiks í Subway deildunum. Ingibergur Jónasson formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir viðburðinn vera tilvalin fyrir alla Grindvíkinga að koma saman og leyfa tilfinningunum að fljóta.