CS Nostalgían - Tilþrifamikill landsleikur Íslands og Ítalíu

Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson sýna að þessu sinni landsleik Íslands og Ítalíu frá árinu 2005. Keppt var í ClanBase NationsCup í kortinu Dust 2, sem er vinsælasta kort CS fyrr og jafnvel síðar. Leikmenn úr liðunum Ice, SeveN og Drake mynduðu íslenska landsliðið í þessari æsispennandi rimmu. Mjög tilþrifamikill landsleikur af hálfu okkar manna og það væri eflaust hægt að útbúa flotta “frag” stuttmynd einungis úr þessum tiltekna leik. DynaMo stráfellir t.a.m. allt ítalska liðið tvisvar með AWP, entex sýnir listir sínar með Glock í fyrstu lotu seinni hálfleiks og cyRus á rosalega lotu í lok seinni hálfleiks með AK-47. Ítalska landsliðið skartaði ekki beint stórstjörnum á þessum tíma en þeir voru með ansi flott lið samt sem áður. Athygli vekur að þeir voru með varamann á bekknum sem kom inn á í hálfleik og er þetta í fyrsta sinn sem við fáum skiptingu hér í CS Nostalgíunni. Liðsmenn íslenska landsliðsins: andrig, cyRus, deNos, DynaMo, entex. Liðsmenn ítalska landsliðsins: dark, floroz, LuNa, r1cky, sKizzo, bostrom (varamaður).

351
41:07

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.