Lærum League of Legends - Þáttur 1

Í tilefni þess að Heimsmeistaramótið í League of Legends sé haldið hér á landi hefur Rafíþróttasamtök Íslands framleitt stutt kennslumyndbönd til að kynna almenningi fyrir League of Legends. League of Legends er strategískur liða leikur eða herkænskuleikur , markmiðið er að brjótast inn í höfuðstöðvar óvinanna og taka yfir þær áður en liðið missir sínar eigin bækistöðvar. Hljómar frekar einfalt ekki satt! En raunin er allt önnur og í fyrsta þætti byrjum við á helstu grunnatriðunum um hvernig þessi vinsælasti rafíþróttaleikur í heimi virkar. Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Stöð2 esport.

2384
01:21

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir