Ísland í dag - Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu

Útibíó og gerviblóm. Arkitektinn og umhverfisfræðingurinn Hildur Gunnlaugsdóttir er búin að búa til útibíó við heita pottinn í garðinum. Einfalt og sniðugt bíótjald á grindverkinu og skjávarpi og hátalarar sem gefa alveg einstaka bíóstemningu á kvöldin. Og heiti potturinn er notaður sem bíósalur. Svo er Hildur með óvenjulegt gróðurhús í garðinum þar sem hún er búin að fylla það af gerviblómum og plöntum og hefur hún þannig útbúið ævintýralegt rými fyrir sig og litlu stelpurnar sínar sem mikið er notað og ekki síst á rigningardögum öllum til mikillar ánægju. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði þessar ævintýralegu lausnir í garðinum hjá Hildi.

414
11:20

Vinsælt í flokknum Ísland í dag