Vilja stytta sumarfrí grunnskólabarna
Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af umræddum börnum sem hafi allt of langan tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina.