Nýtt björgunarskip

Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar (LUM) kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Um er að ræða fyrsta skipið af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en með komu skipanna styttist viðbragðstími björgunarsveita á sjó um helming. Skipið fær nafnið Þór og verður afhent björgunarsveitinni í Vestmannaeyjum á laugardag. Skipin tvö sem eiga eftir að koma eru væntanleg til landsins á næsta ári. Hvert skip kostar 285 milljónir króna og hefur Landsbjörg safnað í sjóð í nokkurn tíma. Þá hefur ríkið samþykkt að fjármagna allt að helming kostnaðarins og Sjóvá styrkti félagið um 142 milljónir til kaupanna. Til stendur hjá félaginu að endurnýja öll þrettán björgunarskip þess á næstu tíu árum.

280
01:31

Vinsælt í flokknum Fréttir