Hyggjast innlima fjögur héruð

Rússnesk stjórnvöld hyggjast á morgun innlima formlega fjögur úkraínsk héruð inn í Rússland. Um er að ræða héröðin Donetsk, Luhansk, Kerson og Saporítsja, eða um fimmtán prósent af allri Úkraínu. Rússar halda því fram að nærri allir íbúar héraðanna hafi greitt atkvæði með innlimun í ólöglegri atkvæðagreiðslu sem fór fram um helgina. Talsmaður stjórnvalda greindi frá áformunum í dag og boðaði til athafnar í hádeginu á morgun þar sem skrifað verður undir tilheyrandi samninga. Þá er búið að setja upp svið á Rauða torginu í Moskvu þar sem stefnt er að tónleikum annað kvöld.

19
00:41

Vinsælt í flokknum Fréttir