Ísland í dag - Hún smíðaði sér sjálf 15 m2 íbúðarhús í Covid

Hvað gerir kona þegar hún missir vinnuna vegna Covid faraldursins og er enn að súpa seyðið af hruninu? Jú fararstjórinn Pascale Elísabet Skúladóttir ákvað að byggja sjálf íbúðarhus fyrir sig og konu sína Heru og án aðstoðar, hús sem er bara 15 m2 að stærð. En Pascale lenti illa í hruninu 2008. Og ekki bætti svo úr skák þegar hún missti vinnuna núna við Covid faraldurinn. Hún ákvað því að nýta tímann vel og smíðaði sjálf hús og innréttaði. Og þar hefur hún allt sem hún þarf. Vala Matt fór og skoðaði hvernig hægt er að skreyta þetta pínulitla íbúðarhús og skoðaði framkvæmdir við lagfæringar og innréttingar fyrir breytingar og Vala mun síðan fara aftur til hennar og sjá hvernig til tókst. Einnig fór Vala í heimsókn til fasteignasalans og hönnuðarins Guðlaugar Ágústu Halldórsdóttur sem sýndi okkur skrýtnar leiðir til að pakka inn jólagjöfum og fleira skemmtilegt.

46141
13:10

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.