Kórónuveiran leikur pólska hópinn grátt
Einn meðlimur í pólska Eurovision hópnum greindist með kórónuveiruna í dag. Allur hópurinn var í beinu framhaldi sendur í sóttkví og mun hann þar af leiðandi missa af viðburðum helgarinnar þegar allir keppendur verða formlega kynntir.