Mæðgur í stórhættu höfnuðu næstum milli fólksbíls og vörubíls
Hurð skall nærri hælum á gatnamótum Þrengslavegar við Þorlákshafnarveg til Hveragerðis þegar móðir með níu mánaða barn í bílnum þurfti að sveigja undan ferðamanni á bílaleigubíl. Fyrir aftan hana var stærðarinnar vörubíll sem snarhemlaði.