Innilokuð í þrjá daga vegna gosmóðu
Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að blási.