Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur

Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgir og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir innrás Rússa í Úkraínu kalla á aukið og annars konar samstarf Evrópuríkja. Mikilvægt sé að leiðtogar ríkjanna ræði hreinskipt um stjórnmál álfunnar.

1057
03:53

Vinsælt í flokknum Fréttir