Lögreglan lýsir eftir Sölva Guðmundssyni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sölva Guðmundssyni. Sölvi er nítján ára, tæpir 190 sentimetrar að stærð, grannvaxinn með dökkt, hrokkið hár og brún augu. Hann er klæddur í svartar jogging buxur, ljósa hettupeysu og svartan primaloft jakka með hettu. Þá er hann er í hvítum slitnum Nike skóm. Sölvi sást síðast við heimili sitt að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal um klukkan 21:30 í gærkvöldi. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sölva, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

205
00:38

Vinsælt í flokknum Fréttir