Ísland í dag - Fékk flott glerhús eftir krabbameinið!

Kristín Pétursdóttir fékk krabbamein fyrir tveimur og hálfu ári og þá var sjötugsafmælið hennar framundan. Og það eina sem hún óskaði sér í afmælisgjöf var glerhús í garðinn þannig að hún gæti notið þess að vera í garðinum allt árið. Ekki síst þegar rigndi eða snjóaði á veturna. Og Kristín er einnig með litla tunnu með köldu vatni sem hún notar óspart og segir hafa gert sér einstaklega gott í hennar veikindum og hún notar hana mikið enn þann dag í dag. Vala Matt fór í heimsókn til Kristínar fyrir Ísland í dag og skoðaði fallega skreytt glerhúsið og einnig tunnuna með kalda vatninu.

12312
08:26

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.