Rýmingu vegna snjóflóðahættu var aflétt á Siglufirði og Flateyri í dag
Íbúar á Siglufirði og Flateyri, sem yfirgefa þurftu heimili sín vegna snjóflóðahættu, fengu að snúa heim í dag. Óvissu- eða hættustig vegna snjóflóðahættu er þó enn víða í gildi og fólk áfram beðið að hafa varann á.