Eden - sýnishorn

Íslenska kvikmyndin Eden er villt blanda af spennu og kómík en hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin ákveða þau að taka málin í sínar hendur og hefst þá barátta upp á líf og dauða. Með aðalhlutverk fara Telma Huld Jóhannesdóttir og Hansel Eagle. Eden verður frumsýnd 10. maí. Framleiðendur eru Flugbeittur Kuti og Kvikmyndafélag Íslands (Kisi) en Sena sér um dreifingu.

1908
02:08

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.