Ísland í dag - Framleiða hot sauce á Djúpavogi

Söngkonan og fyrrverandi landsliðskonan Greta Mjöll Samúelsdóttir flutti á Djúpavog með manni sínum, William Óðni þegar eldra barnið þeirra var átta mánaða. Ástæðan var einföld, þau sáu reikningsdæmið ekki ganga upp fjárhagslega á leigumarkaði í Reykjavík og vildu sömuleiðis hægja á lífinu með ungabarn og njóta tímans betur saman. Það er öruggt að fullyrða að þau séu að elta drauma sína en þau eru meðal annars að framleiða bragðmikla sósu eða hot sauce sem kallast Bera en hugmyndin að þeirri sósu kviknaði þegar þau bjuggu í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Við kíktum til þeirra á Djúpavog á dögunum og fengum innsýn í þeirra líf.

2428
11:19

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.