Körfuboltakvöld: „Sjálfstraust, getur ekki keypt eða fundið það, ef þú ert með það þá ert með það"
Ragnar Ágúst Nathanaelsson átti góðan leik þegar Hamar fékk Keflavík í heimsókn í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Keflavík vann á endanum leikinn en lenti svo sannarlega í vandræðum með nýliðana. Frammistaða Ragnars var til umræðu í Körfuboltakvöldi.