Johnson segir ekki af sér

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, og Rishi Sunak, fjár­mála­ráð­herra, ætla ekki að segja af sér þrátt fyrir að hafa nú verið sektaðir af lögreglu fyrir brot á sóttvarnareglum. Johnson er fyrsti sitjandi forsætisráðherra landsins sem er sektaður fyrir lögbrot. Brotið varðar eitt af nokkrum samkvæmum í Downing-stræti sem lögreglan hefur verið með til rannsóknar - eða afmælisveislu forsætisráðherra í júní í fyrra. Johnson sagði í ávarpi í gær að það hefði ekki hvarflað að honum að samkoman, sem hafi staðið yfir í um tíu mínútur, bryti í bága við sóttvarnareglur.

21
00:59

Vinsælt í flokknum Fréttir