Ísland í dag - Hver ber ábyrgð á þessu?

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? Þegar stórt er spurt. Er það lengri vinnuvika eða eru það aðgerðir stjórnvalda? Þátturinn er skemmtilegri en þetta hljómar… Hér er farið yfir efnahagsmálin að nokkru leyti án ábyrgðar en engu að síður engan veginn gert lítið úr alvarleika málsins. Rætt er við Jón Mýrdal veitingamann um stóra samsærið um bjórglasið, sem nú er nánast alltaf 400 millilítrar í stað hálfs lítra. Af er sem áður var. Önnur horfin fortíð virðast vera almennileg hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn og af því tilefni er misheppnaður Þingvallafundur á 100 ára afmæli fullveldisins rifjaður upp. Loks er dreginn lærdómur af myndbandi af glæfralegri símanotkun rútubílstjóra.

18119
17:43

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.