Heitir pottar ekki lengur bara lúxus fyrir garðeigendur!

Heitir pottar eru ekki lengur bara lúxus fyrir þá sem eiga garð eða pall eða sumarbústað! Nú er hægt að setja heitan pott á svalirnar í blokkinni. Og Vala Matt fór í Íslandi í dag og heimsótti þá Hafstein E. Hafsteinsson og Ólaf Helga Halldórsson í blokk í Kópavoginum þar sem þeir hafa innréttað svalirnar sínar með sófasetti, borðstofuborði, grilli og svo núna í sumar komu þeir fyrir stórum heitum potti sem hægt er svo að pakka saman. Og þeir nota pottinn allt árið! Svo fór Vala einnig og heimsótti víetnamann Khan sem býr í Skipholtinu og er með pínulitlar svalir þar sem hann gróðursetur bæði kál og matjurtir og hefur fyllt svalirnar af blómapottum gerðum úr kókflöskum og fleiri skrýtnum hlutum. Eins og að vera kominn til Víetnam! Ísland í dag í kvöld klukkan 18.55 strax á eftir fréttum og sporti.

18911
11:31

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.