Neyðarástandi í Keflavík þegar flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu
Neyðarástandi var lýst á Keflavíkurflugvelli þegar farþegaþota Icelandair á leið frá Berlín hlekktist á eftir lendingu rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Vélin hvílir nú á vængnum á flugbrautinni og hefur áfallateymi Rauða krossins verið kallað til.