Tilslakanir á kórónuveirutakmörkunum í Danmörku

Danska þingið náði í nótt samkomulagi um tilslakanir á kórónuveirutakmörkunum í landinu. Samkomulagið felur meðal annars í sér að frá næsta mánudegi munu Danir einungis þurfa að bera grímu í almenningssamgöngum, og þá bara þeir sem standa. Grímuskyldu verður svo alfarið aflétt fyrsta dag septembermánaðar. Þá mega veitingastaðir og krár frá morgundeginum hafa opið og selja áfengi til miðnættis tveimur tímum lengur en verið hefur.

24
00:30

Næst í spilun: Fréttir

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.