Hét því að halda starfi Navalny áfram

Julia Navalnaya, ekkja rússneska andófsmannsins Alexei Navalny sem lést í fangelsi á föstudag, ávarpaði í dag utanríkisráðherrafund Evrópusambandsins í Brussel og hét því að halda starfi hans áfram. Stuðningsmenn Navalnys ásaka rússnesk stjórnvöld um ætla að fela sönnungögn sem varpi ljósi á raunverulega dánarorsök en móður hans og lögmönnum hefur ítrekað verið meinaður aðgangur að líkhúsinu þar sem lík hans er talið vera.

352
01:07

Vinsælt í flokknum Fréttir