Opnunarviðburður Guls septembers fór fram
Nokkur fjöldi var viðstaddur opnunarviðburð Guls septembers sem fór fram í Samfélagshúsinu Vitatorgi í dag. Með átakinu er vakin athygli á geðrækt og sjálfsvígsforvörnum en að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á eldra fólk.