Nauðsynlegt að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis
Nauðsynlegt er að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Formaður samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir fyrirtæki sem nú þegar eru í viðskiptum erlendis. Einhver gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda.