Ísland í dag - Ég er ekki köld eða vond þó ég vilji ekki eignast börn

Ég er ekki köld eða vond kona þó ég vilji ekki eignast börn, segir hin 33 ára Ingunn Oddsdóttir. En það eru gríðarlegir fordómar í samfélaginu gagnvart konum sem ekki vilja eignast börn. Og þær verða iðulega fyrir aðkasti og lítilsvirðingu. Ingunn segist aldrei hafa viljað eignast börn og hún er gift manni sem er alveg samstíga henni þar og vill gjarnan vera barnlaus. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og ræddi við Ingunni sem sagði henni frá því hvernig hún mætti skilningsleysi og dómhörku þegar hún segist hafa valið barnlausan lífsstíl. Ingunn vill opna umræðuna fyrir þær ungu konur sem eru að bögglast með þessa tilfinningu að vilja sleppa móðurhlutverkinu en finnst þrýstingurinn í samfélaginu óbærilegur. Hún segir að hér áður fyrr hafi hvarflað að henni að hún væri kannski köld og vond manneskja af því hún hafði engan áhuga á barneignum. En í dag er hún sátt og þau bæði hjónin.

6114
11:48

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.