CS Nostalgían - Landsliðið mætir spænska snillingnum FlipiN

Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson sýna að þessu sinni viðureign Íslands og Spánar frá árinu 2004. Keppt var í ClanBase NationsCup í kortinu Cbble. Ísland tefldi fram gríðarlega sterkum leikmönnum úr liðunum Ice, diG og Drake til þess að takast á við snillinginn FlipiN og félaga hans í spænska landsliðinu. Þessi umræddi spænski leikmaður var atvinnumaður hjá stórliðinu x6tence nánast sleitulaust frá árinu 2005 til ársins 2019, í CS 1.6 og CS:GO, og er af mörgum talinn einn besti CS spilari Spánar fyrr og síðar. Strákarnir okkar létu þó engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að FlipiN hafi verið á eldi og sýndu og sönnuðu að íslenska landsliðið í CS var ekkert lamb að leika við. Liðsmenn íslenska landsliðsins: Drulli, SkaveN, Some0ne, sPiKe, Vargur. Liðsmenn spænska landsliðsins: Arrayate, FlipiN, MasokIN, MasterdaN, MORTYR.

677
36:53

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir