Rannsókn lögreglunnar á máli Alberts Guðmundssonar lokið
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar sem kærður var fyrir kynferðisbrot í ágúst er lokið. Málið er komið á borð ákærusviðs sem tekur ákvörðun um það hvort gefin verði út ákæra í málinu eða það fellt niður.