Ísland í dag - Óhefðbundin jólatré

Það er alltaf gaman að sjá óhefðbundin jólatré. Og hjá ungu athafnakonunni Thelmu Björk Norðdahl er jólatré sem er bara hreinlega tvær stórar trjágreinar í tveimur glervösum sem eru eins og skúlptúr og alveg án skrauts. Og listakonan og ljósmyndarinn Heida Hrönn Björnsdóttir hefur undanfarin ár sýnt okkur oft á tíðum alveg ótrúlega skrýtin en á sama tíma mjög flott jólatré. Til dæmis jólatré búið til úr fatagínu með greni, tröppur með gömlu dóti, kransa sem hengdir eru upp eins og jólatré og fleira sérkennilegt.

10974
12:33

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.