Fyrsta skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal
Fyrsta skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal var tekin í dag en þar verður meðal annars fjölnota íþróttahús, áhorfendastúka fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasalir, félags- og þjónustuaðstaða ásamt samkomusal og fundaraðstöðu.