Fleiri fréttir

Gagnrýnir aðgerðarleysi SFO í Kaupþingsmálinu

Í leiðara breska blaðsins Guardian í dag er fjallað um aðgerðir sérstaks saksóknara í London í síðustu viku en embættið yfirheyrði á annan tug vitna vegna rannsóknar á meintri markaðsmisnotkun Kaupþings í aðdraganda hrunsins.

Varar við andvaraleysi í efnahagsmálum

Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, varar við andvaraleysi í efnahagsmálum nú þegar ástand á mörkuðum er farið að batna eftir að Grikkir sömdu um aðstoð Evruríkjanna við skuldavanda sínum en sjóðurinn samþykkti 28 milljarða lán til Grikkja nú í vikunni. Þetta kom fram í máli hennar á ráðstefnu í Peking í Kína og sagði hún jákvætt að tekist hafi að koma hagkerfum heimsins af botninum á fjármálakreppunni en það megi ekki verða til þess að leiðtogar halli sér aftur í sætunum og haldi að kreppan sé búin. Gera þurfi róttækar breytingar til að tryggja efnahagsbata.

Fólk beið í röðum eftir nýjum iPad

Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar fór í almenna sölu í dag. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan verslanir Apple - sumir höfðu beðið dögunum saman.

Snertilaus snjallsími frá Sony

Japanski raftækjarisinn Sony hefur þróað snjallsíma þar sem hægt er að vafra um netið með því að setja fingur yfir tenglana án þess að snerta þá.

Argentínumenn hóta olíufélögum málaferlum

Enn versna samskiptin milli Argentínu og Bretlands vegna Falklandseyja en stjórnvöld í Argentínu hafa hótað því að hefja alþjóðlegar málssóknir gegn öllum þeim félögum sem hyggjast vinna olíu við Falklandseyjar.

Hækkun og lækkun á mörkuðum

Grænar tölur hækkunar einkenndu hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands í dag. Þannig hækkaði gengi bréfa í Icelandair um 2,61 prósent og stendur gengið nú í 5,9. Gengi bréfa í Marel hækkaði um 3,16 prósent og er gengið nú 147. Gengi bréfa í Össuri hækkaði um 3,57 prósent og er gengið nú 203.

Apple nær nýjum hæðum

Velgengni tæknifyrirtækisins Apple náði nýjum hæðum í dag. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag.

Grikkir fá greitt úr neyðarsjóði

Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hafa formlega samþykkt að veita Grikklandi fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, eins og fyrirheit voru gefin um í síðustu viku.

Fjórði hver Íslendingur með snjallsíma

Snjallsímar eru nú í höndum fjórða hvers farsímanotanda hér á landi og hefur niðurhal á gögnum í gegnum þá margfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil umbreyting er að verða á fjarskiptamarkaði sem fjarskiptafyrirtækin eru hratt að laga sig að.

Losið ykkur við "siðferðilega gjaldþrota fólkið"

"Ég vonast til þess að þetta muni vekja framkvæmdastjórnina til umhugsunar[...] Og losið ykkur við fólkið sem er siðferðilega gjaldþrota, alveg sama hvað það er að græða mikla peninga fyrir ykkur." Þetta segir Greg Smith, fráfarandi framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá Goldman Sachs fjárfestingabankanum, í opnu uppsagnarbréfi sem birtist í The New York Times í dag.

Atvinnuleysi 8,4 prósent í Bretlandi

Atvinnulausum í Bretlandi fjölgaði um 28 þúsund á undanförnum þremur mánuðum og mælist atvinnuleysið nú 8,4 prósent. Það jafngildir því að 2,67 milljónir manna séu án vinnu, samkvæmt tölu sem breska hagstofna birti í morgun og breska ríkisútvarpið BBC fjallaði um í kjölfarið.

Farsíminn eyðir efnahagslegri einangrun

Farsímasamband og þráðlaust net getur hjálpað til við að eyða efnahagslegri einangrun í Afríku, segir hagfræðiprófessorinn Jeffrey Sachs, sem starfar fyrir Earth Institue við Columbia háskóla. Sachs segir að fátækustu svæði Afríku hafi þegar sýnt merki um að betra farsímabands styrki innviði og geri mönnum auðveldara um vik við að sinna margvíslegum viðskiptatækifærum.

Citigroup féll á álagsprófi

Citigroup, þriðji stærsti banki Bandaríkjanna, féll á álagsprófi sem seðlabanki landsins gerði á 19 bönkum í Bandaríkjunum. Þrír aðrir minni bankar féllu einnig á prófinu.

Nördinn sem græddi 200 milljónir dollara

Hinn 26 ára gamli Pete Cashmore hefur oft verið kallaður konungur nördanna. Hann var aðeins 19 ára gamall þegar hann stofnaði tæknifréttasíðuna Mashable í svefnherberginu sínu.

Bankar felldu niður skuldir

Gríska stjórnin losnaði í gær á einu bretti við nærri 89 milljarða evra af alls 368 milljarða skuld ríkisins þegar fjármálafyrirtæki skiptu á skuldabréfum í staðinn fyrir önnur, sem eru helmingi minna virði og að auki með mun lengri afborgunartíma.

Nýi iPad óhemju vinsæll - milljón eintök seld á einum degi

Svo virðist sem að Apple hafi tekist að slá sölumet með þriðju kynslóðinni af iPad spjaldtölvunni vinsælu. Tækið er nú uppselt í forpöntun og þurfa vongóðir viðskiptavinir að bíða í allt að þrjár vikur eftir að fá spjaldtölvuna afhenda.

Coca Cola og Pepsi breyta uppskriftum sínum

Gosdrykkjaframleiðendurnir Coca Cola og Pepsi í Bandaríkjunum hafa ákveðið að breyta lítillega uppskriftum sínum að kóladrykkjum til að koma í veg fyrir að þurfa að merkja þá með krabbameinsviðvörun í Kaliforníu.

Nýr iPad fær góðar viðtökur

Sérfræðingar hafa nú fengið sólarhring til að kynna sér nýju iPad spjaldtölvuna frá Apple. Flestir eru sammála um að Apple hafi unnið mikið þrekvirki með hönnun spjaldtölvunnar.

Carlos Slim er áfram auðugasti maður heimsins

Mexíkanski auðjöfurinn Carlos Slim er efstur á lista Forbes tímaritsins í ár yfir auðugustu menn heimsins. Þetta er þriðja árið í röð sem Slim er á toppi þessa lista.

Smíðuðu dýrasta armbandsúr í heimi

Svissneska úrafyrirtækið Hublot hefur smíðað dýrasta armbandsúr í heiminum. Úrið er metið á 5 milljónir dollara, eða yfir 600 milljónir króna, en það er smíðað úr hvítagulli og skreytt með tæplega 1.300 litlum demöntum.

Nýja útgáfan af iPad er miklu betri - 4G net og betri skjár

Apple kynnti nú síðdegis nýjan iPad og er gert ráð fyrir að hann komi í verslanir þann 16. mars næstkomandi. Tim Cook, forstjóri tölvurisans, segir að nýja útgáfán verði á sama verði og iPad 2 sem kom út í apríl á síðasta árið. Nýr iPad var ekki það eina sem kynnt var á blaðamannafundinum í dag því Apple ætlar að gefa út nýja útgáfu af Apple TV, sem hefur verið vinsælt hjá notendum til að ná í til dæmis sjónvarpsþætti og kvikmyndir.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð í þessari viku eða um 2%. Þannig er Brent olían komin niður í 122,5 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían er komin niður í rúma 105 dollara á tunnuna.

Gjaldþrotameðferð Lehman Brothers er lokið

Gjaldþrotameðferð bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers er lokið. Reiknað er með að fyrstu greiðslur úr þrotabúinu verði í næsta mánuði og að um 65 milljarðar dollara, eða yfir 8.000 milljarðar króna, verði þá greiddir til kröfuhafa.

Sjá næstu 50 fréttir