Fleiri fréttir

Matvæli eru 36% dýrari en í fyrra

Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans.

Framkvæmdastjóri AGS: Ekki tími fyrir áhyggjuleysi

"Við eigum enn í kreppu og afleiðingar hennar eru enn áberandi,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á blaðamannafundi við opnun vorfundar sjóðsins og Alþjóðabankans í gær.

Grískir vextir standa í ljósum logum

Efnahagur Grikklands er kominn fram á bjargbrúnina. Fjármálamarkaðir eru að undirbúa sig undir þjóðargjaldþrot landsins. Vextir á grískum ríkiskuldabréfum til styttri tíma standa í ljósum logum.

Samráð um þvottaduft kostar 51 milljarð í sekt

Risafyrirtækin Unilever og Procter & Gamble hafa verið sektuð um 315 milljónir evra eða rúmlega 51 milljarð kr. vegna verðsamráðs um sölu á þvottadufti. Fyrirtækin komu sér saman um verðlagningu á þvottadufti í átta Evrópulöndum.

Green opnar verksmiðju í Bretlandi

Sir Philip Green, eigandi Topshop keðjunnar, er að velta fyrir sér að opna verksmiðju í Bretlandi. Með því vill hann viðhalda starfshæfni Breta og minnka viðskipti við erlenda birgja. Green hefur einnig verið í viðræðum við fulltrúa úr ríkisstjórninni, þar á meðal menntamálaráðherrann Michael Grove, um að koma á fót sérstökum iðnskóla.

Stórbankar slást um ofurríka viðskiptavini

Bandaríski stórbankinn JP Morgan Chase hefur lýst yfir stríði á hendur Wells Fargo og ætlar að reyna að lokka til sín ofurríka viðskiptavini frá Wells Fargo. Helst vopn JP Morgan í þeirri baráttu verður krítarkort með örgjörva.

Aðvörun: Olíuverðið í 160 dollara á tunnuna

Hrávörusérfræðingar Bank of America hafa sent frá sér greiningu á þróun olíuverðs út þetta ár. Þeir telja að 30% líkur séu á að verðið nái 160 dollurum fyrir árslok. Til skamms tíma telja sérfræðingarnir að mjög sennilega fari olíuverðið í 140 dollara á tunnuna, það er á næstu þremur mánuðum.

Skrifstofufólk dreymir um að rústa tölvunni

Nær helmingur af öllu skrifstofufólki í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi er óánægt með tölvu sína í vinnunni. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Mozy hefur gert meðal 600 tölvusérfræðinga og 3.000 skrifstofumanna.

Tölvupóstar geta kostað helminginn af Facebook

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook gæti misst helminginn af vefsíðunni í hendur fjárfestisins Paul D. Ceglia. Fjárfestirinn hefur birt opinberlega tölvupósta sem sanna helmingseignarhlut hans í Facebook.

Evran hnyklar vöðvana

Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í kjölfar vaxtahækkunar Evrópska Seðlabankans síðastliðinn fimmtudag og væntinga um frekari hækkun vaxta.

Zuckerberg sleppur frá Fésbókarbræðrum

Alríkisdómur í Bandaríkjunum vísaði í dag frá máli Tyler og Cameron Winklevoss, sem telja sig eiga hugmyndina að baki Facebook. Bræðurnir höfðuðu mál til að rifta sáttargjörð sem þeir gerðu við Mark Zuckerberg, stofnanda vefsíðunnar, vegna deilna um höfundarrétt.

Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu

Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu.

Forstjóri Iceland í vandræðum í Nepal eftir slys

Ganga Malcolm Walker forstjóra Iceland verslunarkeðjunnar á Evrest fjall er komin í óvissu. Vörubíll með megnið af búnaði göngumannanna hrapaði niður í gil í Nepal í gærdag þannig að búnaðurinn eyðilagðist.

Tilraun til að slá á verðbólgu

Líkur eru á að seðlabankar heimsins hækki stýrivexti á næstunni. Evrópski seðlabankinn ruddi brautina á fimmtudag og hækkaði stýrivexti úr 1,0 prósenti í 1,25. Camilla Sutton, sérfræðingur gjaldeyrismála hjá kanadíska bankanum Scotia Captial, sagði, í samtali við AP-fréttastofuna í gær, hækkunina tilraun til að draga úr verðbólgu. Hún taldi líkur á að aðrir seðlabankar fylgdu fordæminu fljótlega.

Álverðið komið í tæpa 2.700 dollara á tonnið

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka og er nú komið í 2.693 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur álverðið ekki verið hærra síðan sumarið 2008.

Ekkert lát á olíuverðshækkunum

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Í morgun var tunnan af Brent olíunni komin yfir 123 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 110 dollara á tunnuna.

Aukinn útflutningur er lykill batans

Hagvöxtur sem byggir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirrar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengdum jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári.

Nauðungaruppboðum fer fækkandi í Danmörku

Nauðungaruppboðum á íbúðum fer nú fækkandi í Danmörku. Þessi uppboð voru 433 talsins í febrúar en fóru niður í 392 í mars sem er 9% fækkun milli mánaðanna.

Hátt olíuverð bítur í hjá dönskum fyrirtækjum

Hátt olíuverð á heimsmarkaði frá áramótum fer nú að bíta í hjá dönskum fyrirtækjum. Reiknað er með að þessar hækkanir og miklar hækkanir á öðrum hrávörum muni lita uppgjör fyrirtækjanna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Þriðja besta ár vogunarsjóðanna í tíu ár

Vogunarsjóðir þénuðu minna á síðasta ári en árið 2009 samkvæmt AR tímaritinu. Það er þó engin ástæða til þess að örvænta því samanlagður hagnaður vogunarsjóðanna voru 22 milljarðar dollara.

Danir spara fé sem aldrei fyrr

Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu.

Nasdaq OMX býður í NYSE

Kauphallarsamstæðan Nasdaq OMX og evrópski markaðurinn Intercontinental Exchange lögðu í gær fram tilboð í hlutabréfamarkaðinn NYSE Euronext upp á 11,3 milljarða dala, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða króna.

Aðeins tveir af bönkunum sex fá að lifa

Írska stjórnin vill enn fá því framgengt að erlendir kröfuhafar taki að hluta á sig skellinn af gjaldþroti írsku bankanna. Seðlabanki Evrópu, sem hefur höfuðstöðvar í Frankfurt, hefur hins vegar staðið í veginum.

Miklar líkur á fyrstu vaxtahækkun ECB í tvö ár

Miklar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn (ECB) hækki vexti í næstu viku, og verður það þá fyrsta breyting á vöxtum bankans frá því hann lauk vaxtalækkunarferli sínu fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Írskir bankar þurfa 3.900 milljarða í viðbót

Álagsprófið á írsku bankana sem gert var opinbert í gærdag sýnir að bankarnir þurfa 24 milljarða evra í viðbót, eða um 3.900 milljarða kr., til að standast kröfur um eiginfjárhlutfall og lausafé.

Bandaríkjamenn hamstra silfurmyntir

Miklar verðhækkanir á silfri undanfarið ár hafa leitt til þess að almenningur í Bandaríkjunum hamstrar nú silfurmyntir af gerðinni American Silver Eagle. Salan á þessum myntum hefur fjórfaldast á undanförnum þremur árum.

ESB hefur samþykkt kaupin á Elkem

Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt blessun sín yfir kaupin á Elkem. Þar með er járnblendiverksmiðjan á Grundartanga komin í kínverska eigu.

Sjá næstu 50 fréttir