Fleiri fréttir

Hu Jintao: Flökt á gjaldmiðlum ógnar stöðugleika

Hu Jintao forseti Kína segir að óstöðugir gjaldmiðlar ógni fjármálastöðugleika heimsins. Jintao lét þessi orð falla í ræðu á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Toronto í Kanada. Ummælin eru greinilega ætluð gagnrýnendum Kínverja sem segja að kínverska Yuanið sé of lágt metið gagnvart dollarnum sem gefi kínverskum útflytjendum óverðskuldað forskot.

Tugþúsundir mótmæltu á Tævan

Tugþúsundir íbúa á Tævan hafa mótmælt fyrirhuguðu samkomulagi stjórnvalda við Kínverja í dag. Samninginn á að undirrita á þriðjudaginn kemur og lækkar hann tollamúra á milli landanna auk þess sem liðkað verður fyrir fjárfestingum Kínverja á Tævan. Talsmenn samkomulagsins segja að það muni gagnast efnahagslífinu á eyjunni en gagnrýnendur óttast að það sé fyrsta skrefið að yfirráðum Kína á eyjunni.

Sátt á G8 fundinum

Angela Merkel kanslari Þýskalands staðhæfir að leiðtogar Evrópuríkjanna hafi náð góðum árangri í viðræðum við Bandaríkjamenn um hvernig best sé að örva efnahagslíf heimsins. Leiðtogar G8 ríkjanna svokölluðu sitja nú á fundi í Toronto en ágreiningur hefur verið uppi á milli ríkjanna um hvaða leið sé best að fara.

H&M opnar 240 búðir á þessu ári

Verslanakeðjan H&M ætlar að opna 240 nýjar verslanir yrðu opnaðar á þessu ári. Þegar hafa 86 verslanir verið opnaðar á árinu en 12 verslunum hefur á sama tíma verið lokað. Heildarfjöldi verslana er nú 2.062.

Sögð hættuleg evrunni

Hagfræðingurinn Paul Krugman og auðkýfingurinn George Soros, sem báðir eru Bandaríkjamenn, eru sammála um að aðhaldsstefna Þjóðverja í efnahagsmálum sé evrunni og Evrópusambandinu hættuleg.

Grikkir selja eyjar til að létta á skuldastöðunni

Grísk stjórnvöld leita nú allra leiða til að ná tökum á nær óviðráðanlegri skuldastöðu landsins. Meðal þeirra leiða er sala á nokkrum fjölda eyja sem liggja úti fyrir ströndum landsins.

Met slegið á uppboði hjá Christie´s í London

Met var slegið hjá uppboðshúsinu Christie´s í London í gærkvöldi, en aldrei áður í sögu Christie´s hefur jafnmikð verið borgað samanlagt fyrir listaverk á einu uppboði áður.

Kaupþing semur við Tchenguiz

Skilanefnd Kaupþings og Tchenguiz Discretionary Trust, fjárfestingarfélag breska fjárfestisins Robert Tchenguiz, og fleiri aðilar hafa náð samkomulagi vegna tveggja dómsmála.

Buffett hagnast á niðurlægingu Frakka á HM

Það virðast engin takmörk á því á hverju ofurfjárfestirinn Warren Buffett getur hagnast. Nú er komið í ljós að hann hagnast töluvert á niðurlægingu franska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) í Suður Afríku.

Bretadrottning verður líka að herða sultarólina

Elísabet bretadrottning og fjölskylda hennar verður að herða sultarólina eins og aðrir Bretar. Þetta kemur fram í niðurskurðarfrumvarpi því sem George Osborne fjármálaráðherra Bretlands kynnti í gær.

Styður aðeins ábyrg fyrirtæki

Enska biskupakirkjan ætlar að eiga áfram hlutabréf í olíufyrirtækinu BP þrátt fyrir olíuleka í Mexíkóflóa sem er talinn til mestu umhverfisslysa sögunnar. Breska dagblaðið Daily Mail sagði í gær kirkjuna ætla að selja hlutinn.

Ætla samt ekki að bjarga öllu

Kínverjar stóðu í gær við loforð sitt frá því um helgina um að leyfa meiri sveigjanleika í gengisskráningu júansins, gjaldmiðils þessa fjórða stærsta hagkerfis heims.

Sló nýtt met

Heimsmarkaðsverð á gulli rauk í hæstu hæðir í gær eftir að kínverski seðlabankinn sleppti höndum af gjaldmiðli landsins um helgina.

Ólík hegðun banka á Írlandi og Íslandi

Seðlabankastjóri Írlands segir fátt sameiginlegt með orsökum kreppunnar á Íslandi og Írlandi. Í ítarlegri skýrslu um orsakir írsku kreppunnar, sem hann sendi frá sér fyrir fáeinum vikum, segir hann hegðun íslensku bankanna hafa verið afar frábrugðna því sem tíðkaðist á Írlandi.

Fara sér hægt í gjaldeyrismálum

Seðlabanki Kína hefur dregið til baka yfirlýsingar sínar um að auka hreyfanleika kínverska yuansins. Það var í gær sem Kínverjar tilkynntu um breytingar á gjaldeyrismálum sínum en kínversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að halda gengi yuansins lágu til að hjálpa útflutningsaðilum sínum í samkeppni við erlend fyrirtæki.

Disney-mynd sló aðsóknarmet

Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr.

Iceland er 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands

Verslunarkeðjan Iceland heldur sæti sínu sem 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands á nýjum Top Track 100 lista Deloitte yfir stærstu einkafyrirtæki Bretlands. Fjallað er um listann í Sunday Times og Wales Online en höfuðstöðvar Iceland eru í Flintshire í Wales.

Gull slær enn eitt verðmetið

Heimsmarkaðsverð á gulli sló enn eitt verðmetið eftir hádegið í dag. Þá rauk verð á gulli úr 1245 dollurum á únsuna og upp í 1258 dollara. Hefur verð á gulli aldrei verið hærra í sögunni.

Dýrasta sérútgáfan af Bugatti er úr gulli og demöntum

Bugatti Veyron er fyrir einn af dýrstu bílum heimsins og með 1001 hestafla vél eru fáir bílar sem standa honum á sporði. Nú er búið að smíða sérútgáfu af þessum bíl úr gulli og demöntum og er sú útgáfa tvöfalt dýrari en venjulegur Bugatti Veyron.

Tekjur Facebook námu 102 milljörðum í fyrra

Hin vinsæla vefsíða Facebook skilaði eigendum sínum tekjum upp á 800 milljónir dollara eða um 102 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta eru mun meiri tekjur en talið var að vefsíðan aflaði. Hagnaðurinn er talin nema nokkrum milljörðum kr.

Spánn er ekki í fjárhagsvanda

José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu.

Soros spáir kreppu í Evrópu 2011 síðan stöðnun

Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar.

Spænskir bankar slá lántökumet hjá ECB

Spænskir bankar slógu lántökumet hjá Seðlabanka Evrópu (ECB) í síðasta mánuði. Samtals tóku spænskir bankar lán hjá ECB að upphæð 85,6 milljarða evra eða tæplega 13.500 milljarða kr.

Fitch ratings lækkar lánshæfiseinkunn BP

Matsfyrirtækið Fitch ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn BP olíufélagsins verulega eða úr AA og niður í BBB. Er einkunin því aðeins tveimur þrepum frá svokölluðum ruslflokki.

Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt

Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist.

Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi

Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times.

Moody´s setur Grikkland í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk.

Viktoría prinsessa er efni í kauphallarhákarl

Brúðkaup sænsku prinsessunnar Viktoríu stendur fyrir dyrum og mikið rætt um allar hliðar málsins í sænskum fjölmiðlum. Nú hefur Dagens Industri fundið það út að Viktoría virðist vera ágætt efni í kaupahallarhákarl (börshaj).

Seðlabankastjóri gagnrýndur fyrir að hundsa viðvaranir

Nils Bernstein seðlabankastjóri Danmerkur sem og bankastjórnin í heild mega nú sitja undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa hundsað viðvaranir um eigna- og útþennslubóluna í Danmörku árin 2005 til 2008. Töluverð umræða hefur verið um málið í dönskum fjölmiðlum yfir helgina.

Risavaxnar auðlindir finnast í Afganistan

Bandaríkjamenn hafa fundið risavaxnar auðlindir í jörðu í Afganistan. Um er að ræða málma af ýmsum tegundum þar á meðal gull, kopar, járn og lithium.

Efnahagshrun gæti verið framundan í Japan

Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum.

Sjá næstu 50 fréttir