Fleiri fréttir Hu Jintao: Flökt á gjaldmiðlum ógnar stöðugleika Hu Jintao forseti Kína segir að óstöðugir gjaldmiðlar ógni fjármálastöðugleika heimsins. Jintao lét þessi orð falla í ræðu á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Toronto í Kanada. Ummælin eru greinilega ætluð gagnrýnendum Kínverja sem segja að kínverska Yuanið sé of lágt metið gagnvart dollarnum sem gefi kínverskum útflytjendum óverðskuldað forskot. 27.6.2010 16:30 Tugþúsundir mótmæltu á Tævan Tugþúsundir íbúa á Tævan hafa mótmælt fyrirhuguðu samkomulagi stjórnvalda við Kínverja í dag. Samninginn á að undirrita á þriðjudaginn kemur og lækkar hann tollamúra á milli landanna auk þess sem liðkað verður fyrir fjárfestingum Kínverja á Tævan. Talsmenn samkomulagsins segja að það muni gagnast efnahagslífinu á eyjunni en gagnrýnendur óttast að það sé fyrsta skrefið að yfirráðum Kína á eyjunni. 26.6.2010 20:01 Sátt á G8 fundinum Angela Merkel kanslari Þýskalands staðhæfir að leiðtogar Evrópuríkjanna hafi náð góðum árangri í viðræðum við Bandaríkjamenn um hvernig best sé að örva efnahagslíf heimsins. Leiðtogar G8 ríkjanna svokölluðu sitja nú á fundi í Toronto en ágreiningur hefur verið uppi á milli ríkjanna um hvaða leið sé best að fara. 26.6.2010 11:53 H&M opnar 240 búðir á þessu ári Verslanakeðjan H&M ætlar að opna 240 nýjar verslanir yrðu opnaðar á þessu ári. Þegar hafa 86 verslanir verið opnaðar á árinu en 12 verslunum hefur á sama tíma verið lokað. Heildarfjöldi verslana er nú 2.062. 26.6.2010 11:00 Sögð hættuleg evrunni Hagfræðingurinn Paul Krugman og auðkýfingurinn George Soros, sem báðir eru Bandaríkjamenn, eru sammála um að aðhaldsstefna Þjóðverja í efnahagsmálum sé evrunni og Evrópusambandinu hættuleg. 26.6.2010 08:00 Óttinn við þjóðargjaldþrot Grikklands aldrei verið meiri Óttinn við þjóðargjaldþrot Grikklands hefur aldrei verið meiri. Skuldatryggingaálag landsins rauk upp um tæpa 200 punkta í morgun og stendur nú í 1.126 punktum. 25.6.2010 09:40 Rússar kaupa 50 nýjar Boeing farþegaþotur Rússar hafa ákveðið að kaupa 50 nýjar Boeing 737 farþegaþotur í Bandaríkjunum. 25.6.2010 07:31 Grikkir selja eyjar til að létta á skuldastöðunni Grísk stjórnvöld leita nú allra leiða til að ná tökum á nær óviðráðanlegri skuldastöðu landsins. Meðal þeirra leiða er sala á nokkrum fjölda eyja sem liggja úti fyrir ströndum landsins. 25.6.2010 07:27 Ekki hægt að reiða sig jafnmikið á Bandaríkin lengur Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir að heimurinn geti ekki reitt sig lengur á Bandaríkin í jafnmiklum mæli og áður til að koma efnahagslífi sínu á réttan kjöl. 25.6.2010 07:25 Noregur á flesta milljónmæringa á Norðurlöndum Noregur er það land á Norðurlöndunum sem á flesta milljónamæringa, það er þegar mælt er í milljónum dollara. Alls eru 74.900 Norðmenn svo auðugir. 24.6.2010 10:24 Met slegið á uppboði hjá Christie´s í London Met var slegið hjá uppboðshúsinu Christie´s í London í gærkvöldi, en aldrei áður í sögu Christie´s hefur jafnmikð verið borgað samanlagt fyrir listaverk á einu uppboði áður. 24.6.2010 07:12 Kaupþing semur við Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings og Tchenguiz Discretionary Trust, fjárfestingarfélag breska fjárfestisins Robert Tchenguiz, og fleiri aðilar hafa náð samkomulagi vegna tveggja dómsmála. 23.6.2010 20:26 Buffett hagnast á niðurlægingu Frakka á HM Það virðast engin takmörk á því á hverju ofurfjárfestirinn Warren Buffett getur hagnast. Nú er komið í ljós að hann hagnast töluvert á niðurlægingu franska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) í Suður Afríku. 23.6.2010 10:34 Milljónamæringum í dollurum fjölgar að nýju Fjöldi þeirra einstaklinga í heiminum sem teljast milljónamæringar í dollurum talið er nú orðinn sá sami og hann var áður en fjármálakreppan skall á árið 2008 23.6.2010 07:33 Hluthafar í BP hafa tapað 11 þúsund milljörðum Hluthafar í breska olíufélaginu BP hafa tapað 60 milljörðum punda eða yfir 11 þúsund milljörðum króna síðan að olíulekinn í Mexíkóflóa hófst í apríl síðastliðnum. 23.6.2010 07:22 Bretadrottning verður líka að herða sultarólina Elísabet bretadrottning og fjölskylda hennar verður að herða sultarólina eins og aðrir Bretar. Þetta kemur fram í niðurskurðarfrumvarpi því sem George Osborne fjármálaráðherra Bretlands kynnti í gær. 23.6.2010 07:17 Efnaðir Danir nota mest af svörtu vinnuafli Ný rannsokn leiðir í ljós að hinir efnameiri meðal Dana nota mest af svörtu vinnuafli í Danmörku. Þeir eru raunar stórnotendur á svörtu vinnuafli. 22.6.2010 11:17 Tekjur dánarbús Jacksons nema milljarði dollara Óhætt er að segja að erfingjar Michael Jacksons hafi grætt á tá og fingri frá því að poppkóngurinn lést fyrir ári síðan. 22.6.2010 07:10 Styður aðeins ábyrg fyrirtæki Enska biskupakirkjan ætlar að eiga áfram hlutabréf í olíufyrirtækinu BP þrátt fyrir olíuleka í Mexíkóflóa sem er talinn til mestu umhverfisslysa sögunnar. Breska dagblaðið Daily Mail sagði í gær kirkjuna ætla að selja hlutinn. 22.6.2010 06:00 Ætla samt ekki að bjarga öllu Kínverjar stóðu í gær við loforð sitt frá því um helgina um að leyfa meiri sveigjanleika í gengisskráningu júansins, gjaldmiðils þessa fjórða stærsta hagkerfis heims. 22.6.2010 05:30 Sló nýtt met Heimsmarkaðsverð á gulli rauk í hæstu hæðir í gær eftir að kínverski seðlabankinn sleppti höndum af gjaldmiðli landsins um helgina. 22.6.2010 05:00 FIFA hagnast um yfir 400 milljarða á HM í Suður Afríku Þess er vænst að Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA muni hagnast um 3,2 milljarða dollara eða yfir 400 milljarða króna á Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem nú stendur yfir í Suður Afríku. 21.6.2010 07:44 Rússar skrúfa fyrir gas til Hvítarússlands Rússnesk stjórnvöld munu í dag draga úr afhendingu á gasi til Hvítarússlands. 21.6.2010 07:39 Lögðu hald á 70.000 mozzarella osta Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu hafa lagt hald á 70 þúsund mozzarella osta og jafnframt gefið út viðvörun um mögulegt smit. 21.6.2010 07:22 Ólík hegðun banka á Írlandi og Íslandi Seðlabankastjóri Írlands segir fátt sameiginlegt með orsökum kreppunnar á Íslandi og Írlandi. Í ítarlegri skýrslu um orsakir írsku kreppunnar, sem hann sendi frá sér fyrir fáeinum vikum, segir hann hegðun íslensku bankanna hafa verið afar frábrugðna því sem tíðkaðist á Írlandi. 21.6.2010 06:00 Fara sér hægt í gjaldeyrismálum Seðlabanki Kína hefur dregið til baka yfirlýsingar sínar um að auka hreyfanleika kínverska yuansins. Það var í gær sem Kínverjar tilkynntu um breytingar á gjaldeyrismálum sínum en kínversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að halda gengi yuansins lágu til að hjálpa útflutningsaðilum sínum í samkeppni við erlend fyrirtæki. 20.6.2010 20:25 Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. 20.6.2010 11:17 Iceland er 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands Verslunarkeðjan Iceland heldur sæti sínu sem 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands á nýjum Top Track 100 lista Deloitte yfir stærstu einkafyrirtæki Bretlands. Fjallað er um listann í Sunday Times og Wales Online en höfuðstöðvar Iceland eru í Flintshire í Wales. 20.6.2010 10:52 Gull slær enn eitt verðmetið Heimsmarkaðsverð á gulli sló enn eitt verðmetið eftir hádegið í dag. Þá rauk verð á gulli úr 1245 dollurum á únsuna og upp í 1258 dollara. Hefur verð á gulli aldrei verið hærra í sögunni. 18.6.2010 15:34 Dýrasta sérútgáfan af Bugatti er úr gulli og demöntum Bugatti Veyron er fyrir einn af dýrstu bílum heimsins og með 1001 hestafla vél eru fáir bílar sem standa honum á sporði. Nú er búið að smíða sérútgáfu af þessum bíl úr gulli og demöntum og er sú útgáfa tvöfalt dýrari en venjulegur Bugatti Veyron. 18.6.2010 09:17 Tekjur Facebook námu 102 milljörðum í fyrra Hin vinsæla vefsíða Facebook skilaði eigendum sínum tekjum upp á 800 milljónir dollara eða um 102 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta eru mun meiri tekjur en talið var að vefsíðan aflaði. Hagnaðurinn er talin nema nokkrum milljörðum kr. 18.6.2010 08:50 Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið, sem keppir í Formúlu 1, en hagnaður þess minnkaði um 50% í fyrra eftir að liðið missti stuðningssamning við Baug. 18.6.2010 08:39 Spánn er ekki í fjárhagsvanda José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu. 18.6.2010 04:30 Soros spáir kreppu í Evrópu 2011 síðan stöðnun Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar. 16.6.2010 13:16 Spænskir bankar slá lántökumet hjá ECB Spænskir bankar slógu lántökumet hjá Seðlabanka Evrópu (ECB) í síðasta mánuði. Samtals tóku spænskir bankar lán hjá ECB að upphæð 85,6 milljarða evra eða tæplega 13.500 milljarða kr. 16.6.2010 09:58 Fitch ratings lækkar lánshæfiseinkunn BP Matsfyrirtækið Fitch ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn BP olíufélagsins verulega eða úr AA og niður í BBB. Er einkunin því aðeins tveimur þrepum frá svokölluðum ruslflokki. 15.6.2010 15:35 Champs Élysées orðin dýrasta verslunargata heimsins Hin þekkta breiðgata í París, Champs Élysées, orðin dýrasta verslunargata heimsins og hefur náð þeim titli af Fifth Avenue í New York. 15.6.2010 14:23 Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist. 15.6.2010 13:30 Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. 15.6.2010 13:08 Moody´s setur Grikkland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk. 15.6.2010 08:09 Viktoría prinsessa er efni í kauphallarhákarl Brúðkaup sænsku prinsessunnar Viktoríu stendur fyrir dyrum og mikið rætt um allar hliðar málsins í sænskum fjölmiðlum. Nú hefur Dagens Industri fundið það út að Viktoría virðist vera ágætt efni í kaupahallarhákarl (börshaj). 14.6.2010 14:44 Seðlabankastjóri gagnrýndur fyrir að hundsa viðvaranir Nils Bernstein seðlabankastjóri Danmerkur sem og bankastjórnin í heild mega nú sitja undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa hundsað viðvaranir um eigna- og útþennslubóluna í Danmörku árin 2005 til 2008. Töluverð umræða hefur verið um málið í dönskum fjölmiðlum yfir helgina. 14.6.2010 10:16 Risavaxnar auðlindir finnast í Afganistan Bandaríkjamenn hafa fundið risavaxnar auðlindir í jörðu í Afganistan. Um er að ræða málma af ýmsum tegundum þar á meðal gull, kopar, járn og lithium. 14.6.2010 09:37 Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á 30 milljónir Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í myndinni Gentlemen Prefer Blonds eða Herramenn vilja blondínur hefur verið seldur á uppboði fyrir 30 milljónir króna. 14.6.2010 07:49 Efnahagshrun gæti verið framundan í Japan Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum. 14.6.2010 07:46 Sjá næstu 50 fréttir
Hu Jintao: Flökt á gjaldmiðlum ógnar stöðugleika Hu Jintao forseti Kína segir að óstöðugir gjaldmiðlar ógni fjármálastöðugleika heimsins. Jintao lét þessi orð falla í ræðu á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Toronto í Kanada. Ummælin eru greinilega ætluð gagnrýnendum Kínverja sem segja að kínverska Yuanið sé of lágt metið gagnvart dollarnum sem gefi kínverskum útflytjendum óverðskuldað forskot. 27.6.2010 16:30
Tugþúsundir mótmæltu á Tævan Tugþúsundir íbúa á Tævan hafa mótmælt fyrirhuguðu samkomulagi stjórnvalda við Kínverja í dag. Samninginn á að undirrita á þriðjudaginn kemur og lækkar hann tollamúra á milli landanna auk þess sem liðkað verður fyrir fjárfestingum Kínverja á Tævan. Talsmenn samkomulagsins segja að það muni gagnast efnahagslífinu á eyjunni en gagnrýnendur óttast að það sé fyrsta skrefið að yfirráðum Kína á eyjunni. 26.6.2010 20:01
Sátt á G8 fundinum Angela Merkel kanslari Þýskalands staðhæfir að leiðtogar Evrópuríkjanna hafi náð góðum árangri í viðræðum við Bandaríkjamenn um hvernig best sé að örva efnahagslíf heimsins. Leiðtogar G8 ríkjanna svokölluðu sitja nú á fundi í Toronto en ágreiningur hefur verið uppi á milli ríkjanna um hvaða leið sé best að fara. 26.6.2010 11:53
H&M opnar 240 búðir á þessu ári Verslanakeðjan H&M ætlar að opna 240 nýjar verslanir yrðu opnaðar á þessu ári. Þegar hafa 86 verslanir verið opnaðar á árinu en 12 verslunum hefur á sama tíma verið lokað. Heildarfjöldi verslana er nú 2.062. 26.6.2010 11:00
Sögð hættuleg evrunni Hagfræðingurinn Paul Krugman og auðkýfingurinn George Soros, sem báðir eru Bandaríkjamenn, eru sammála um að aðhaldsstefna Þjóðverja í efnahagsmálum sé evrunni og Evrópusambandinu hættuleg. 26.6.2010 08:00
Óttinn við þjóðargjaldþrot Grikklands aldrei verið meiri Óttinn við þjóðargjaldþrot Grikklands hefur aldrei verið meiri. Skuldatryggingaálag landsins rauk upp um tæpa 200 punkta í morgun og stendur nú í 1.126 punktum. 25.6.2010 09:40
Rússar kaupa 50 nýjar Boeing farþegaþotur Rússar hafa ákveðið að kaupa 50 nýjar Boeing 737 farþegaþotur í Bandaríkjunum. 25.6.2010 07:31
Grikkir selja eyjar til að létta á skuldastöðunni Grísk stjórnvöld leita nú allra leiða til að ná tökum á nær óviðráðanlegri skuldastöðu landsins. Meðal þeirra leiða er sala á nokkrum fjölda eyja sem liggja úti fyrir ströndum landsins. 25.6.2010 07:27
Ekki hægt að reiða sig jafnmikið á Bandaríkin lengur Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir að heimurinn geti ekki reitt sig lengur á Bandaríkin í jafnmiklum mæli og áður til að koma efnahagslífi sínu á réttan kjöl. 25.6.2010 07:25
Noregur á flesta milljónmæringa á Norðurlöndum Noregur er það land á Norðurlöndunum sem á flesta milljónamæringa, það er þegar mælt er í milljónum dollara. Alls eru 74.900 Norðmenn svo auðugir. 24.6.2010 10:24
Met slegið á uppboði hjá Christie´s í London Met var slegið hjá uppboðshúsinu Christie´s í London í gærkvöldi, en aldrei áður í sögu Christie´s hefur jafnmikð verið borgað samanlagt fyrir listaverk á einu uppboði áður. 24.6.2010 07:12
Kaupþing semur við Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings og Tchenguiz Discretionary Trust, fjárfestingarfélag breska fjárfestisins Robert Tchenguiz, og fleiri aðilar hafa náð samkomulagi vegna tveggja dómsmála. 23.6.2010 20:26
Buffett hagnast á niðurlægingu Frakka á HM Það virðast engin takmörk á því á hverju ofurfjárfestirinn Warren Buffett getur hagnast. Nú er komið í ljós að hann hagnast töluvert á niðurlægingu franska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) í Suður Afríku. 23.6.2010 10:34
Milljónamæringum í dollurum fjölgar að nýju Fjöldi þeirra einstaklinga í heiminum sem teljast milljónamæringar í dollurum talið er nú orðinn sá sami og hann var áður en fjármálakreppan skall á árið 2008 23.6.2010 07:33
Hluthafar í BP hafa tapað 11 þúsund milljörðum Hluthafar í breska olíufélaginu BP hafa tapað 60 milljörðum punda eða yfir 11 þúsund milljörðum króna síðan að olíulekinn í Mexíkóflóa hófst í apríl síðastliðnum. 23.6.2010 07:22
Bretadrottning verður líka að herða sultarólina Elísabet bretadrottning og fjölskylda hennar verður að herða sultarólina eins og aðrir Bretar. Þetta kemur fram í niðurskurðarfrumvarpi því sem George Osborne fjármálaráðherra Bretlands kynnti í gær. 23.6.2010 07:17
Efnaðir Danir nota mest af svörtu vinnuafli Ný rannsokn leiðir í ljós að hinir efnameiri meðal Dana nota mest af svörtu vinnuafli í Danmörku. Þeir eru raunar stórnotendur á svörtu vinnuafli. 22.6.2010 11:17
Tekjur dánarbús Jacksons nema milljarði dollara Óhætt er að segja að erfingjar Michael Jacksons hafi grætt á tá og fingri frá því að poppkóngurinn lést fyrir ári síðan. 22.6.2010 07:10
Styður aðeins ábyrg fyrirtæki Enska biskupakirkjan ætlar að eiga áfram hlutabréf í olíufyrirtækinu BP þrátt fyrir olíuleka í Mexíkóflóa sem er talinn til mestu umhverfisslysa sögunnar. Breska dagblaðið Daily Mail sagði í gær kirkjuna ætla að selja hlutinn. 22.6.2010 06:00
Ætla samt ekki að bjarga öllu Kínverjar stóðu í gær við loforð sitt frá því um helgina um að leyfa meiri sveigjanleika í gengisskráningu júansins, gjaldmiðils þessa fjórða stærsta hagkerfis heims. 22.6.2010 05:30
Sló nýtt met Heimsmarkaðsverð á gulli rauk í hæstu hæðir í gær eftir að kínverski seðlabankinn sleppti höndum af gjaldmiðli landsins um helgina. 22.6.2010 05:00
FIFA hagnast um yfir 400 milljarða á HM í Suður Afríku Þess er vænst að Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA muni hagnast um 3,2 milljarða dollara eða yfir 400 milljarða króna á Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem nú stendur yfir í Suður Afríku. 21.6.2010 07:44
Rússar skrúfa fyrir gas til Hvítarússlands Rússnesk stjórnvöld munu í dag draga úr afhendingu á gasi til Hvítarússlands. 21.6.2010 07:39
Lögðu hald á 70.000 mozzarella osta Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu hafa lagt hald á 70 þúsund mozzarella osta og jafnframt gefið út viðvörun um mögulegt smit. 21.6.2010 07:22
Ólík hegðun banka á Írlandi og Íslandi Seðlabankastjóri Írlands segir fátt sameiginlegt með orsökum kreppunnar á Íslandi og Írlandi. Í ítarlegri skýrslu um orsakir írsku kreppunnar, sem hann sendi frá sér fyrir fáeinum vikum, segir hann hegðun íslensku bankanna hafa verið afar frábrugðna því sem tíðkaðist á Írlandi. 21.6.2010 06:00
Fara sér hægt í gjaldeyrismálum Seðlabanki Kína hefur dregið til baka yfirlýsingar sínar um að auka hreyfanleika kínverska yuansins. Það var í gær sem Kínverjar tilkynntu um breytingar á gjaldeyrismálum sínum en kínversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að halda gengi yuansins lágu til að hjálpa útflutningsaðilum sínum í samkeppni við erlend fyrirtæki. 20.6.2010 20:25
Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. 20.6.2010 11:17
Iceland er 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands Verslunarkeðjan Iceland heldur sæti sínu sem 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands á nýjum Top Track 100 lista Deloitte yfir stærstu einkafyrirtæki Bretlands. Fjallað er um listann í Sunday Times og Wales Online en höfuðstöðvar Iceland eru í Flintshire í Wales. 20.6.2010 10:52
Gull slær enn eitt verðmetið Heimsmarkaðsverð á gulli sló enn eitt verðmetið eftir hádegið í dag. Þá rauk verð á gulli úr 1245 dollurum á únsuna og upp í 1258 dollara. Hefur verð á gulli aldrei verið hærra í sögunni. 18.6.2010 15:34
Dýrasta sérútgáfan af Bugatti er úr gulli og demöntum Bugatti Veyron er fyrir einn af dýrstu bílum heimsins og með 1001 hestafla vél eru fáir bílar sem standa honum á sporði. Nú er búið að smíða sérútgáfu af þessum bíl úr gulli og demöntum og er sú útgáfa tvöfalt dýrari en venjulegur Bugatti Veyron. 18.6.2010 09:17
Tekjur Facebook námu 102 milljörðum í fyrra Hin vinsæla vefsíða Facebook skilaði eigendum sínum tekjum upp á 800 milljónir dollara eða um 102 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta eru mun meiri tekjur en talið var að vefsíðan aflaði. Hagnaðurinn er talin nema nokkrum milljörðum kr. 18.6.2010 08:50
Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið, sem keppir í Formúlu 1, en hagnaður þess minnkaði um 50% í fyrra eftir að liðið missti stuðningssamning við Baug. 18.6.2010 08:39
Spánn er ekki í fjárhagsvanda José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu. 18.6.2010 04:30
Soros spáir kreppu í Evrópu 2011 síðan stöðnun Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar. 16.6.2010 13:16
Spænskir bankar slá lántökumet hjá ECB Spænskir bankar slógu lántökumet hjá Seðlabanka Evrópu (ECB) í síðasta mánuði. Samtals tóku spænskir bankar lán hjá ECB að upphæð 85,6 milljarða evra eða tæplega 13.500 milljarða kr. 16.6.2010 09:58
Fitch ratings lækkar lánshæfiseinkunn BP Matsfyrirtækið Fitch ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn BP olíufélagsins verulega eða úr AA og niður í BBB. Er einkunin því aðeins tveimur þrepum frá svokölluðum ruslflokki. 15.6.2010 15:35
Champs Élysées orðin dýrasta verslunargata heimsins Hin þekkta breiðgata í París, Champs Élysées, orðin dýrasta verslunargata heimsins og hefur náð þeim titli af Fifth Avenue í New York. 15.6.2010 14:23
Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist. 15.6.2010 13:30
Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. 15.6.2010 13:08
Moody´s setur Grikkland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk. 15.6.2010 08:09
Viktoría prinsessa er efni í kauphallarhákarl Brúðkaup sænsku prinsessunnar Viktoríu stendur fyrir dyrum og mikið rætt um allar hliðar málsins í sænskum fjölmiðlum. Nú hefur Dagens Industri fundið það út að Viktoría virðist vera ágætt efni í kaupahallarhákarl (börshaj). 14.6.2010 14:44
Seðlabankastjóri gagnrýndur fyrir að hundsa viðvaranir Nils Bernstein seðlabankastjóri Danmerkur sem og bankastjórnin í heild mega nú sitja undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa hundsað viðvaranir um eigna- og útþennslubóluna í Danmörku árin 2005 til 2008. Töluverð umræða hefur verið um málið í dönskum fjölmiðlum yfir helgina. 14.6.2010 10:16
Risavaxnar auðlindir finnast í Afganistan Bandaríkjamenn hafa fundið risavaxnar auðlindir í jörðu í Afganistan. Um er að ræða málma af ýmsum tegundum þar á meðal gull, kopar, járn og lithium. 14.6.2010 09:37
Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á 30 milljónir Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í myndinni Gentlemen Prefer Blonds eða Herramenn vilja blondínur hefur verið seldur á uppboði fyrir 30 milljónir króna. 14.6.2010 07:49
Efnahagshrun gæti verið framundan í Japan Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum. 14.6.2010 07:46