Fleiri fréttir

Atvinnuleysi fór í 10%

Atvinnuleysi á evrusvæðinu fór upp í 10% í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem atvinnuleysi á svæðinu nær tveggja stafa tölu frá því að evran var tekin í notkun. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins er mikill munur á milli þeirra sextán þjóða sem aðild eiga að myntbandalaginu. Til dæmis er 19% atvinnuleysi á Spáni en í Hollandi er atvinnuleysið einungis 4%.

Superman seldist á 190 milljónir króna

Superman er orðinn verðmætasta teiknimyndasöguhetja í heimi. Teiknimyndahefti um ofurhetjuna seldist á því sem nemur um 190 milljónum króna á uppboði á vefnum ComicConnect fyrir skemmstu. Þar með skaut Superman Leðurblökumanninum ref fyrir rass en teiknimyndahefti um hann seldist á tæpar 130 milljónir króna fyrir hálfum mánuði síðan. Umrætt teiknimyndahefti um Superman kom út árið 1938.

Fyrrum hluthafar fá ekki neitt

Fyrrum hluthafar í breska Northern Rock bankanum, sem var þjóðnýttur í febrúar árið 2008, munu engar bætur fá vegna þess hlutafjár sem glataðist þegar bankinn fór í þrot. Óháður aðili sem var fenginn til að meta starfsemi bankans skilaði skýrslu í gær. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hlutabréf úr bankanum væru verðlaus. Breska ríkið, núverandi eigandi bankans, bæri ekki að greiða hlutabréfaeigendum eitt einasta pund.

Írskur banki fær enn meiri hjálp frá ríkinu

Írska ríkisstjórnin ætlar að leggja hinum þjóðnýtta banka, Anglo Irish Bank, 8,3 milljarða evra til viðbótar við fyrri fjáraustur. Frá þessu var skýrt í dag og við það tækifæri sagði írski fjármálaráðherrann, Brian Lenihan að um skásta kostinn væri að ræða. Tveir aðrir bankar í landinu, Allied Irish Banks og Bank of Ireland ætla að reyna að laða til sín fjárfesta úr einkageiranum en ráðherrann segir ljóst að Anglo Irish verði að fá hjálp frá ríkissjóði.

Íslensku flugfélögin nýta sér eldgosið

Íslensku flugfélögin eru þegar byrjuð að nýta sér eldgosið á Íslandi í markaðssetningu sinni. Vefurinn epn.dk segir að flugfélögin bjóði einstaka ferðaupplifun á stað þar sem 500 manns þurftu að flýja heimili sín fyrir einungis fáeinum dögum síðan.

Starfmenn Rio Tinto dæmdir í Kína

Kínverskur dómstóll hefur dæmt fjóra starfsmenn námarisans Rio Tinto í sjö til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þrír hinna dæmdu eru kínverskir borgarar en sá fjórði er Ástrali. Sá fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir mútur og fimm ár fyrir að stela viðskiptaleyndarmálum. Hann mun þó aðeins þurfa að afplána tíu ár þar sem hann viðurkenndi sekt sína.

Höfuðborg tölvuglæpa fundin

Tölvurannsóknarfyrirtækið Symantech hefur fundið út að uppruni 30 prósent vírus-pósta sem eru sendir út um allan heim, og gerir tölvueigendum lífið óendanlega leitt, er sendur frá Kína.

Kínverjar kaupa Volvo

Volvo verksmiðjurnar verða seldar kínverska framleiðandanum Geely Holding. Skrifað var undir samning þess efnis í dag, eftir því sem fram kemur í sænskum og kínverskum fjölmiðlum.

Um 1.500 viðskiptavinir vildu verða andlit Iceland

Um 1.500 viðskiptavinir Iceland lágvörukeðjunnar vildu verða andlit hennar út á við í nýrri auglýsingaherferð sem hefst síðar í ár. Búið er að velja 56 manns úr þessum hóp og í dag verður lokahópurinn valinn, að því er segir í frétt í Daily Star.

Bono óheppinn með fjárfestingar sínar

Allar líkur eru á að Bono, söngvari U2, muni tapi gífurlegum upphæðum á fjárfestingum sínum undanfarin ár. Í aðra hönd hagnaðist Bono vel á tónlist sinni en í hina tapaði hann þessum fjármunum jafnóðum á fjárfestingum sínum.

Álverðið nokkuð stöðugt í um 2.200 dollurum

Heimsmarkaðsverð á áli hefur haldist nokkuð stöðugt í rúmlega 2.200 dollurum á tonnið allan þennan mánuð. Þetta er töluvert hærra verð en spáð hafði verið að verðið yrði að meðaltali í ár.

Stærsta bankahneyksli í sögu Danmerkur afhjúpað

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært tvo af bönkum landsins til lögreglunnar fyrir markaðsmisnotkun af stærðargráðunni 300 milljónir danskra kr. eða tæpa 7 milljarða kr. Í frétt um málið í Jyllands Posten er þetta sagt vera stærsta bankahneyksli í sögu landsins.

Áætlun um aðstoð við Grikki samþykkt

AP Evruríkin sextán komu sér í gær saman um að veita Grikklandi fjárhagsaðstoð, ef önnur úrræði duga ekki. Önnur evrulönd, sem eiga í alvarlegum fjárhagsvandræðum, geta fengið aðstoð á sömu forsendum.

Nestlé í vandræðalegum slagsmálum á Facebook

Matvælarisinn Nestlé hefur hafnaði í vandræðalegum slagsmálum á Facebook eftir að Greenpeace ásakaði fyrirtækið fyrir að nota ósjálfbæra indónesíska pálmaolíu í afurðir sínar. Ásakanir Greenpeace voru aðeins upphafið að hamförum Nestlé í almannatengslum.

Auknar efasemdir um evruna í Danmörku

Meirihluti Dana vill gerast aðili að myntbandalagi Evrópu samkvæmt niðurstöum nýrrar könnunar sem Hagstofa Danmerkur og Danske Bank gerðu í mars. Sagt er frá niðurstöðunum á danska vefnu epn.dk.

Fleiri samningar til að koma í veg fyrir skattsvik

Norðurlöndin hafa gert upplýsingaskiptasamninga um skattamál við St.Vincent og Grenadineyjar, St. Kitts og Nevis. Samningurinn er liður í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar með það að markmiði að koma í veg fyrir skattaundanskot.

Léttara andrúmsloft í stærsta hagkerfi Evrópu

Andrúmsloftið í þýska atvinnulífinu er allt að léttast samkvæmt Ifo vísitölunni sem mælir væntingar stjórnenda í 7.000 þýskum fyrirtækjum í hverjum mánuði en mælingar fyrir mars mánuði voru birtar nú í morgun.

SFO íhugar rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), íhugar nú að hefja rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto. Kemur þetta í framhaldi af því að fjórir starfsmenn Rio Tinto í Kína hafa viðurkennt að hafa þegið mútur. Kínversk stjórnvöld eru stærsti viðskiptavinur Rio Tinto sem m.a. rekur álverið í Straumsvík.

Evran áfram undir grískum áhrifum

Evran heldur áfram að gefa eftir og er það Grikklandskrísan eftir sem áður sem ræður mestu þar um. Evran kostar þegar þetta er ritað (11:00) 1.351 dal. Evran hefur nú lækkað um 1,9% á síðustu fjórum viðskiptadögum.

Alcoa prófar nýja tækni til að virkja sólarorku

Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu.

Ótti veldur því að Danir spara sem aldrei fyrr

Samanlagt á danskur almenningur um 798 milljarða danskra kr. eða vel yfir 18.000 milljarða kr. inni á reikningum í bönkum landsins. Þetta samsvarar því að hver Dani eigi 144.000 danskar kr. eða 3,3 milljónir kr. inni á bankabók sinni.

Time Warner leggur fram 190 milljarða tilboð í MGM

Time Warner mun leggja fram tilboð upp á 1,5 milljarða dollara eða 190 milljarða kr. í kvikmyndafyrirtækið MGM í dag. Þetta hefur BusinessWeek eftir ónafngreindum heimildum. Ein verðmætasta eign MGM er rétturinn til að gera James Bond kvikmyndirnar.

FBI og FSB unnu saman að því að uppræta bankagengi

Bandaríska alríkislögreglan FBI og rússneska leyniþjónustan FSB (áður KGB) unnu saman að því að uppræta bankagengi sem herjað hafði á breska bankann Royal Bank of Scotland (RSB). Málið er eitt stærsta sinnar tegundar hvað varðar stuld á gögnum úr bönkum.

Google gefur kínverskum stjórnvöldum fingurinn

Leitarvélin Google hefur ákveðið að hundsa reglur kínverskra stjórnvalda um ritskoðun. Hefur netumferð Kínverja um Google nú verið flutt yfir á netþjónabú í Hong Kong en reglurnar um ritskoðunina ná ekki þangað. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem að öllum líkindum munu henda Google alfarið út úr landinu.

Fjárfestar vilja heldur lána Buffett en Obama

Alþjóðlegi skuldabréfamarkaðurinn hefur sent þau skilaboð frá sér að það sé öruggara að lána Warren Buffett heldur en Barack Obama, það er bandarískum stjórnvöldum.

Royal Greenland kaupir verksmiðju af Icelandic Seafood

Grænlenski útgerðar og fiskvinnslurisinn Royal Greenland (RG) hefur fest kaup á kavíarverksmiðjunni Westfalia-Strentz Gmbh í Cuxhaven af Icelandic Seafood. RG hefur séð verksmiðjunni fyrir grásleppuhrognum í fjölda ára en mun nú sjálft annast allan ferilinn frá veiðum til vinnslu og sölu kavíars að því er segir á vefsíðu RG.

Danir borga milljarða fyrir lélega fjárfestingaráðgjöf

Ný rannsókn á vegum danska fjármálaeftirlitsins sýnir að almenningur í Danmörku borgar allt að 1,3 miljarða danskra kr., eða tæplega 30 milljarða kr., á hverju ári fyrir lélega ráðgjöf um fjárfestingar í bönkum landsins.

Vangaveltur um að Pfizer losi Deutsche Bank við Actavis

Financial Times greinir frá því að bandaríski lyfjarisinn Pfizer gæti losað Deutsche Bank við höfuðverkinn Actavis. Þetta virðist upplagður samingur, Pfizer þarf að eignast samheitalyfjafyrirtæki og Deutsche Bank þarf að losna við um 4 milljarða evra sem bankinn lánaði Actavis þegar Björgólfur Thor Björgólfsson keypti félagið 2007.

Tölvuþrjótur græddi tugi milljóna á hlutabréfum

Rússneski tölvuþrjóturinn Valery Maltsev græddi um 30 milljónir kr. með því að „hakka“ sig inn í hlutabréfaviðskiptakerfið hjá Scotttrade og breyta þar kaupverðum á hlutabréfum. Scotttrade er stærsta vefsíða heimsins þar sem boðið er upp á hlutabréfaviðskipti.

Samdráttur í fiskútflutningi kemur við kaunin í Grimsby

Töluverður samdráttur í útflutningi íslenskra útgerða á ferskum fiski til Bretlands frá áramótum kemur nú við kaunin á fiskvinnslum í Grimsby. Blaðið Grimsby Telegraph greinir frá þessu og þar segir að höfuðorsökin liggi í 5% gjaldi á þennan útflutning sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra boðaði fyrr í vetur.

Flýja Bretland vegna skattahækkana

Tveir stærstu vínframleiðendur í heimi ætla að flytja starfsemi sína frá Bretlandi vegna mikilla skattahækkanna þar í landi.

Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir

Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku.

Trichet styður hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn

Jean- Claude Trichet seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB) segir að hann styðji það að settar verði hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn. Trichet segir mikilvægt að þessi markaður sé ekki misnotaður til spákaupmennsku.

Klámmyndasýningar þurfa að bera fullan vsk í Belgíu

Evrópudómstóllinn hefur fellt dóm í máli klámbíóeigenda í Ghent í Belgíu gegn belgískum stjórnvöldum. Samkvæmt dóminum eiga sýningar á myndum hans að bera fullan virðisaukaskatt (vsk) eins og aðrar vörur.

Evran aftur að lækka gangvart dollaranum

Evran hefur á síðustu þremur dögum lækkað um 1,5% gagnvart Bandaríkjadollar en öll hækkun á þessum gjaldmiðlakrossi sem átt hefur sér stað frá síðustu mánaðarmótum er nú úr sögunni.

Árið í fyrra var hryllingur fyrir danskt atvinnulíf

Velta danskra fyrirtækja dróst saman um rúmlega 14% á síðasta ári sem samsvarar 482 milljörðum danskra kr. eða um 11.000 milljörðum kr. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Danmerkur.

Forráðamenn í Grimsby hafa áhyggjur af Icesavedeilunni

Forráðamenn í Grimsby hafa áhyggjur af Icesavedeilunni milli Íslands og Bretlands og Hollands. Vilja þeir helst ljúka málinu sem allra fyrst og komu þeim skilaboðum áleiðis til Irranca-Davies sjávarútvegsráðherra Bretlands þegar hann heimsótti Grimsby í vikunni.

Sjá næstu 50 fréttir