Fleiri fréttir

Vilja breyta 3300 milljarða króna skuld í hlutafé

Meirihluti hluthafa í General Motors mun styðja samkomulag sem felur í sér að 27 milljarða dala, eða 3300 milljarða íslenskra króna, skuld fyrirtækisins verði skipt í hlutafé, segir talsmaður hluthafanna í samtali við AP fréttastofuna.

Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins fékk 4 milljarða króna launabónusa

Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fengu í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónum punda eða um 4 milljörðum íslenskra króna sem er um 40% aukning frá fyrra ári.

Elsta einkenni New York borgar selt hótelkóngi

Ítalski hótelkóngurinn Valter Mainetti hefur fest kaup á Flatiron byggingunni í New York en þessi hníflaga bygging er elsta einkenni New York borgar og jafnframt fyrsti skýjakljúfurinn sem byggður var í borginni árið 1902.

Aðalverksmiðjum Ssangyong lokað

Stjórnendur suður-kóreska Ssangyong bílaframleiðandans tilkynntu í morgun að þeir hefðu lokað aðalverksmiðjum sínum tímabundið, en starfsmenn í verksmiðjunum hafa verið í verkfalli að undanförnu vegna fyrirhugaðra uppsagna í fyrirtækinu.

Rússar vilja hraða samningum um aðild þeirra að WTO

Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu segir að Rússar vilji hraða samningum um aðild þeirra að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Stefán gengir nú formennsku í vinnuhópi ESB í aðildarviðræðunum.

Opel hugsanlega í kanadíska eigu

Útlit er fyrir að kanadískur varahlutaframleiðandi sé að kaupa Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi og þar með Evrópuarm bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Ekki er þó fullvíst að kaupin gangi í gegn því þau velta á brúarláni þýska ríkisins sem tryggja á áframhaldandi rekstur.

Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall

Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum.

Höll Musterisriddara í Frakklandi er til sölu

Einn af síðustu flóttastöðum Musterisriddaranna í Frakklandi, höllin Chateau de La Jarhte, er nú til sölu. Hægt er að kaupa þessa sögufrægu höll fyrir 5,4 milljónir evra eða um rétt tæpan milljarð kr.

Apple á Norðurlöndum selt til Rússa

Bjarni Ákason eigandi Humac hefur selt starfsemi Apple á Norðurlöndunum til rússneska félagsins ECS Group. Þetta kemur fram í frétt á business.dk.

Ísland setur 200 breska bankamenn á kaldan klaka

Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti.

Bresk góðgerðarsamtök fá allt endurgreitt

Bresku góðgerðarsamtökin The League of Friends í Cumbriu munu fá alla innistæðu sín hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi endurgreidda. Samtökin reka Brampton War Memorial spítalann.

JPMorgan selur hlut Kaupþings í Booker

JPMorgan Cazenove Ltd. hefur sett 22% hlut Kaupþings í verslunarkeðjunni Booker til sölu. Alls er um rúmlega 327 milljónir hluta að ræða og er söluverðið 28 til 30 pens á hlut. Verðmætið er þar með um 20 milljarðar kr.

Illum hættir sölu á lúxusúrum og skartgripum

Stórverslunin Illum í Kaupmannahöfn, sem nú er í eigu Straums, hefur ákveðið að hætta sölu á lúxusúrum og skartgripum í versluninni. Kúnnarnir voru orðnir of fáir og veltan of lítil.

Tískuhúsið Christian Lacroix á leið í gjaldþrot

Stjórnendur Christian Lacroix hafa viðurkennt að þeir geta ekki lengur borgað reikninga tískuhússins. Þetta kemur fram í umfjöllun Parísarblaðsins Le Figaro sem segir að hætta sé á að kröfuhafar setji tískuhúsið í gjaldþrotameðferð í næstu viku.

Útvarpsstöð Páfagarðs breytt í auglýsingastöð

Útvarpsstöð Páfagarðsins í Róm verður breytt í auglýsingastöð frá og með júlí-mánuði. Þetta er gert til að draga úr kostnaði Páfagarðs við rekstur stöðvarinnar sem kostar núna nær 4 milljarða kr. á ári.

Gullgrafaraæði runnið upp í Bretlandi

Ein af afleiðingum kreppunnar og hins háa verðs á gulli er að gullgrafaraæði er nú runnið upp í Bretlandi. Fólk flykkist með pönnur sínar og tól í ár í Wales og Skotlandi í leit að hinum dýrmætu gullmolum og flögum.

Viðræður um 22 milljarða hlut Kaupþings í Booker

Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr.

Bílarisi nálægt gjaldþroti

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, GM, færðist nær barmi gjaldþrots á miðnætti í fyrrakvöld þegar fyrir lá að lánar­drottnar gáfu ekki grænt ljós á skuldabreytingu félagsins.

Bartz vill fúlgur fjár fyrir Yahoo

Carol Bartz, forstjóri Yahoo, er reiðubúinn til að selja Microsoft samsteypunni fyrirtæki sitt fái hann greiddar fúlgur fjár fyrir.

Veiking pundsins þýðir óhreinna kókaín

Hreinleiki kókaíns á fíkniefnamarkaðinum í London er í beinu sambandi við gengi pundsins að því er segir í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni.

Dýrasta og stærsta snekkja heims til sölu

Dýrasta og stærsta lúxussnekkja heimsins, Maltese Falcon, er til sölu. Snekkjan er einkum þekkt fyrir byltingarkennda hönnun en hún var smíðuð af ítölsku bátasmiðjunni Perini Navi árið 2006.

JPMorgan breytir slæmum lánum í tekjur

Bandaríski stórbankinn JPMorgan horfir nú fram á hagnað upp á 29 milljarða dollara eða 3.700 milljarða kr. þar sem bankinn hefur náð að breyta slæmum lánum í tekjur.

Al Thani fjölskyldan áður í vafasömum viðskiptum

Al Thani fjölskyldan hefur áður verið rannsökuð fyrir vafasöm viðskipti. Fjölskyldan kom við sögu í einu mesta spillingarmáli Bretlands en málið tengist rannsókn á vopnaframleiðandanum BAE.

Mesti samdráttur hjá OECD ríkjum í nær 50 ár

Verg landsframleiðsla hjá OECD ríkjum dróst að jafnaði saman um rúm tvö prósent á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Svo mikill hefur samdrátturinn ekki verið síðan Efnahags- og framfarastofnunin hóf skráningu 1960.

Rússar vilja fjárfesta í Facebook

Rússneska netfyrirtækið Digtal Sky Technologies hefur boðist til þess að fjárfesta sem nemur 200 milljónum dollara, eða rúma 25 milljarða kr. í vefsíðunni Facebook. Ef af fjárfestingunni verður er verðmatið á Facebook komið í 10 milljarða dollara eða um 1.270 milljarða kr.

Playboy til sölu, Virgin hugsanlegur kaupandi

Fregnir berast nú af því að hinn 83 ára gamli gleðigosi Hugh Hefner ætli að selja Playboy-veldi sitt. Virgin er nefnt sem hugsanlegur kaupandi. Söluverðið er um 200 milljónir punda eða rúmlega 40 milljarðar kr.

Karen Millen í grimmilegum bardaga um Byr

Tískuvöruframleiðandinn Karen Millen, hefur blandað sér í grimmilegan bardaga um stjórnvölin í einum stærsta banka Íslands.Leynd hefur hingað til hvílt yfir eignarhlut hennar í bankanum en hún styður þann hóp sem vill að leynd hvíli yfir lánabókum bankans. Það er breska blaðið The Telegraph sem gerir þetta að umtalsefni í dag.

Kaupþing á Mön tekið til gjaldþrotaskipta

Útibú Singer & Friedlander, banka Kaupþings á eyjunni Mön, verðu tekið til gjaldþrotaskipta eftir að innistæðueigendur höfnuðu samningi um endurgreiðslur á innistæðum sínum í kosningum í gær.

British Airways þarf að segja upp starfsfólki

Talsmenn British Airways flugfélagsins gera ráð fyrir að þeir þurfi að segja upp starfsfólki til að takast á við tap félagsins á liðnu ári. Þá tilkynntu þeir í dag að langt væri í að fyrirhugaður samruni við spænska Iberia flugfélagið væri langt því frá lokið.

Segir spákaupmenn keyra upp olíuverðið

Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí.

Stuttermabolur með þremur úlfum sá mest seldi á Amazon

Söluauknin á stuttermabol með þremur úlfum, Three Wolf Moon, á vefsíðunni amazon.com jarðar við geðveiki að sögn BBC. Söluaukningin í maí er 2.300% og er þetta mesta selda varan í sínum flokki á vefsíðunni.

Vonar að önnur greiðsla AGS komi á næstu vikum

Fjármálaráðherra segist vona að næsti hluti lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) verði greiddur á næstu vikum. Sendinefnd frá sjóðnum er stödd hér á landi að eigin ósk til að funda með íslenskum ráðamönnum.

Gjaldeyrishöft hjá fleiri löndum en Íslandi

Gjaldeyrishöft eru við lýði hjá fleiri löndum en Íslandi. Þau eru einnig til staðar í Nígeríu og Úkraníu. Og nokkur lönd til viðbótar eru að íhuga gjaldeyrishöft.

Sjá næstu 50 fréttir