Fleiri fréttir

Grátandi Norðmenn vegna gjaldþrots Glitnir Privatökonomi

Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota.

Jenið lækkar áfram

Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,4 prósent í morgun en aðrar vísitölur í Asíu hækkuðu sumar hverjar. Til dæmis hækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um rúmlega þrjú prósent. Japanska jenið heldur áfram að lækka gagnvart dollar og evru sem eru góð tíðindi fyrir þau fyrirtæki í Japan sem selja vörur sínar á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Vilja hækka olíuverð

Líklegt þykir að forsvarsmenn Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) ákveði að draga úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna í því augnamiði að hækka heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þetta hefur Bloomberg-fréttaveitan eftir áreiðanlegum heimildum í gær.

Marel: Stóðum rétt að málum

Marel Food Systems segir óumdeilt að stjórnarformaður fyrirtækisins hafi að öllu leyti staðið rétt að framkvæmd viðskipta tveggja fjárhagslega tengdra aðila stjórnarformanns fyrirtækisins, að fram kemur í tilkynningu.

Verðbréfamiðlun Straums í London bíður fyrirmæla frá Íslandi

Teathers, verðbréfamiðlun Straums í London, bíður nú fyrirmæla frá Íslandi. Starfsemi Teathers hefur legið niðri síðan í morgun þar sem kauphöllin í London hefur lokað fyrir öll viðskipti á vegum miðlunarinnar vegna hruns Straums á Íslandi.

Danskt fasteignafélag í klemmu eftir hrun Straums

Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group.

Nikkei-vísitalan ekki lægri síðan 1982

Hlutabréf lækkuðu í verði í Asíu í morgun og varð lækkunin slík í Japan að Nikkei-vísitalan hefur ekki verið lægri síðan haustið 1982. Vísitalan hefur þar með lækkað um fimmtung það sem af er árinu.

Obama velur aðstoðarfjármálaráðherra

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur valið þrjá menn til þess að gegna forystuhlutverkum í bandaríska fjármálaráðuneytinu. Fjármálaráðherra hefur verið gagnrýndur nokkuð að undanförnu fyrir að vera ekki með fullmannað ráðuneyti.

Breska ríkið eignast 75% í Lloyds bankanum

Breska ríkið mun ráða yfir allt að sjötíu og fimm prósent hlut í Lloyds bankanum í Bretlandi, eftir ákvörðun sem tekin var í gærkvöld. Samkvæmt nýju samkomulagi mun breska ríkið eignast 65% í Lloyds bankanum í Bretlandi, en áður hafði verið tilkynnt um að eignarhlutur ríkisins yrði 43%.

Fréttaskýring: Gjaldþrot AIG hefði sett Evrópu á hliðina

Skuldatryggingar á lánum og verðbréfum ríkisstjórna, banka og fjármálafyrirtækja eru orðin tifandi tímasprengja undir öllu fjármálakerfi heimsins. Markaðurinn á útistandi skuldatryggingum er mældur í fleiri trilljónum dollara eða hundruðum þúsunda milljarða kr. og menn eru að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við þennan nornapott sem gæti á endanum látið núverandi fjármálakreppu líta út eins og barnagælur á leikskólavelli.

Novator gerir kröfu um breytingar á stjórn Amer Sports

Novator, í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar, hefur gert kröfu um að breytingar verði gerðar á stjórn íþróttaverslunnarkeðjunnar Amer Sports í Finnlandi. Hefur Novator farið fram á aukahluthafafund af þessum sökum.

Bréf lækka í Asíu

Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í verði í morgun í kjölfar lækkunar á Wall Street í gær en þar féllu bréf Citigroup-bankans svo langt niður að verðið á hlut fór niður fyrir einn dollara í fyrsta sinn í sögu bankans. Í Japan varð lækkunin einna mest hjá bílaframleiðandanum Honda, 5,3 prósent, enda dregst sala nýrra bíla nú saman um allan heim. Eins lækkuðu bréf Billington-námafyrirtækisins um tæp þrjú prósent.

Hlutabréf lækkuðu verulega á Wall Street

Töluverðar lækkanir urðu á Wall Street vegna ótta um stöðu stærstu banka Bandaríkjanna og vanda General Motors sem talinn er fara vaxandi. Dow Jones lækkaði um 4,09%, S&P 500 lækkaði um 4,25 og Nasdaq lækkaði um 4%. Lækkunin í dag étur upp þá hækkun sem varð á mörkuðum í gær.

Hagnaður bjórrisa dragast verulega saman

Bjórrisinn Anheuser-Bush Inbev hagnaðust um 62 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára.

Asíubréf á uppleið

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og voru það bréf framleiðslu- og byggingarfyrirtækja sem hækkuðu mest. Bréf námufyrirtækisins Billington hækkuðu um tæplega fjögur og hálft prósent og bréf japanska bílaframleiðandans Mazda hækkuðu um 11 prósent eftir veikingu jensins en stór hluti Mazda-bíla er fluttur úr landi og seldur á erlendum mörkuðum.

Irish Life tapaði stórt á Íslandi en þarf ekki ríkisaðstoð

Irish Life & Permanent, stærsti fasteignalánasjóður Írlands tapaði stórum fjárhæðum á hruni íslensku bankanna s.l. haust. Hinsvegar segist Irish Life ekki þurfa á ríkisaðstoða að halda eins og fjöldi annarra fjármálastofnanna og banka á Írlandi.

Hækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun þegar trú fjárfesta á björgunaraðgerðir ríkisstjórna víða um heiminn óx. Í Kína hækkuðu bréf stærsta álframleiðandans um 5,6 prósent og stærsta smásöluverslunarkeðja Japans hækkaði einnig í verði. Bréf Toyota halda þó áfram að lækka og hefur minnkandi bílasala í Bandaríkjunum töluverð áhrif þar en stór hluti framleiðslu Toyota fer á Bandaríkjamarkað.

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um 40 prósent

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um liðlega 40 prósent í síðasta mánuði og þarf að fara 28 ár aftur í tímann til að finna álíka sölutölur. Óseldir bílar hrannast upp hjá bílaverksmiðjunum, sem sjá ekki fram á að salan glæðist fyrr en seint í haust, í fyrsta lagi.

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um 40% í febrúar

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um meira en 40% í febrúar og hefur ekki verið minni í næstum þrjá áratugi. Bílasala þar hefur þá dregist saman í 15 mánuði samfleytt og er allt útlit fyrir að kreppan í Bandaríkjunum sé enn að dýpka.

Enn lækka markaðir á Wall Street

Hlutabréfavísitölur á Wall Street sveifluðust mjög mikið í dag enda hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki getað sannfært fjárfesta um að efnahagslífið sé á réttri leið. Svo fór þó að við lokun markaða lækkaði Dow Jones vísitalan um 0,55%, S&P lækkaði um 0,64% og Nasdaq lækkaði um 0,14%.

Ólöglegt af Roskildebank að lána fyrir hlutum í bankanum

Danski bankinn Roskildebank, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði, beitti viðskiptavini sína miklum þrýstingi til að taka lán hjá bankanum til að kaupa hluti í honum. Þetta telur danskur prófessor að hafi verið ólöglegt af hálfu bankans.

Sjælsö Gruppen skilaði 4 milljörðum í hagnað

Fasteignafélagið Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4 milljörðum kr.. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding.

Cathay Financial tapaði miklu á íslensku bönkunum

Cathay Financial Holding, stærsta fjármálaþjónusta Taiwan, tapaði miklu á hruni íslensku bankanna og hefur afskrifað kröfur upp á 780 milljónir NTdollara í íslensku bönkunum, eða um 3 milljörðum kr..

Stofnandi Keops vill kaupa eignir af Landic Property

Ole Vagner stofnandi Keops fasteignafélagsins vill nú kaupa aftur þær Keops eignir sem seldar voru til Landic Property fyrir um tveimur árum síðan. Um er að ræða eignir í Svíþjóð sem metnar eru á yfir sjö milljarða danskra kr. eða sem nemur um 149 milljörðum kr..

HSBC-bankinn lækkaði um 18 prósent

Hlutabréf á asískum mörkuðum féllu í verði í morgun og varð lækkunin langmest hjá HSBC-bankanum en bréf hans lækkuðu um heil 18 prósent á markaði í Hong Kong eftir að bankinn tilkynnti að hann myndi selja töluvert magn hlutabréfa. Eins lækkuðu japönsk fyrirtæki mörg hver og greindi fréttavefur Bloomberg frá því í morgun að fyrir hver fjögur fyrirtæki, sem hækkuðu í verði í Asíuvísitölu Morgan Stanley, hafi fimm lækkað.

Dow Jones-vísitalan undir 7.000 stig

Gengi bandarískra hlutabréfa féll við upphaf viðskiptadagsins og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan undir 7.000 stigin í fyrsta sinn frá vordögum 1997.

Tapaði 80 milljörðum kr. á dag

Bandaríski fjármálarisinn AIG skilaði heimsmeti í taprekstri á fjórða ársfjórðungi síðasta ár. AIG tapaði sem nemur tæpum 80 milljörðum kr. á hverjum degi ársfjórðungsins.

Sjá næstu 50 fréttir