Fleiri fréttir Afkoma Dell yfir væntingum Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell skilaði 677 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 606 milljónir dala eða 42,8 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 47,8 milljarða íslenskra króna og er meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með. 22.11.2006 10:15 Standard & Poor's hækkar mat á NEMI Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað matseinkun norska tryggingafélagsins NEMI ASA í BBB úr BBB- . Matseinkunin var einnig tekin af lánshæfislista (e. CreditWatch) matsfyrirtækisins og segir jafnframt að horfur séu stöðugar. 22.11.2006 09:45 Yfirtökutilboð gert í flugfélagið Qantas Ástralski fjárfestingabankinn Macquarie og bandaríska fjárfestingafélagið Texas Pacific hafa gert yfirtökutilboð í flugfélagið Qantas, sem er eitt það stærsta í Ástralíu. Ekki liggur fyrir hversu hátt tilboðið er en talið er að það hljóði upp á allt að 10,3 milljarða ástralska dali eða 563,7 milljarða íslenskra króna. 22.11.2006 09:15 Útgefendur saka MySpace um brot Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music hefur stefnt netveitunni MySpace.com vegna brota á höfundarréttarlögum. Netveitan býður netverjum upp á að búa til eigin vefsvæði auk þess sem hægt er að leita eftir tónlistar- og myndskrám á netinu, sem þeir geta horft og hlustað á og deilt með öðrum. 22.11.2006 00:01 Pearl á stærð við venjulegan gemsa BlackBerry Pearl 8100 er nýr farsími sem hér er kominn í sölu. BlackBerry símarnir hafa notið vinsælda meðal fólks sem komast þarf bæði í tölvupóst og skrifstofuhugbúnað hvar sem sem það er á ferðinni. 22.11.2006 00:01 Gengi 365 hf. heldur áfram að lækka Gengi hlutabréfa 365 hf., sem áður var Dagsbrún, hefur lækkað um nærri 9,2 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem bréfin lækka umtalsvert. Lækkunin í gær nam 8 prósentum miðað við lokagengi bréfa Dagsbrúnar áður en það félag breyttist í 365. 21.11.2006 14:58 Þýska kauphöll sögð íhuga kaup á spænsku kauphöllinni Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, er sögð íhuga að gera yfirtökutilboð í Kauphöll Spánar, Bolsa Y Mercados Espanoles. Ekki er nákvæmlega tilgreint hversu hátt tilboð Deutsche Börse er að öðru leyti en því að það hljóðar upp á 33 evrur á hlut. 21.11.2006 09:49 Nasdaq fer í óvinveitta yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq ákvað í dag að gera óvinveitt yfirtökutilboð í kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi (LSE) eftir að stjórn LSE ákvað að taka ekki yfirtökutilboði markaðarins fyrr í dag. 20.11.2006 18:55 Trichet varar við aukinni verðbólgu Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því á fundi seðlabankastjóra 10 stærstu iðnríkja heims í Ástralíu í dag að verðbólga geti farið úr böndunum á næsta ári þrátt fyrir lækkun á eldsneytisverði. Hann sagði bankann fylgjast grannt með þróun mála í Evrópu. 20.11.2006 17:51 LSE hafnaði yfirtökutilboði Nasdaq Stjórn Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) hafnaði í dag yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í alla hluti LSE. Tilboðið hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Þetta var í annað sinn sem Nasdaq gerir tilboð í LSE. 20.11.2006 14:31 Stærsti koparframleiðandi í heimi verður til Bandaríska námafyrirtækið Freeport-McMoran hefur ákveðið að kaupa samkeppnisaðila sinn Phelps Dodge fyrir 25,9 milljarða bandaríkjadali eða 1.830 milljarða íslenskra króna. Með viðskiptunum verður til stærsti koparframleiðandi í heimi. 20.11.2006 11:19 Nasdaq gerir yfirtökutilboð í LSE í annað sinn Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur gert yfirtökutilboð í alla hluti Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Búist hefur verið við skrefi sem þessu hjá Nasdaq en markaðurinn hefur þegar keypt 28,75 % hlutafjár í LSE. 20.11.2006 10:11 Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. 19.11.2006 10:00 Stjórnarformaður Visa International segir upp Christopher Rodrigues, stjórnarformaður Visa International, hefur sagt upp störfum. Uppsögnin mun vera óánægja með almennt hlutafjárútboð í greiðslukortafyrirtækinu og skráningu þess á markað. 18.11.2006 15:17 House of Fraser semur við birgja Stjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser ætlar að senda birgjum bréf í næstu viku þar sem þess er óskað að fyrirtækinu verði veittur afsláttur af vöruverði auk þess sem greiðslufrestur til birgjaverði lengdur. 18.11.2006 07:30 Fræðibókaútgáfa skiptir um hendur Bandaríska fræðibókaútgáfan John Wiley & Sons Inc greindi frá því í dag að félagið hefði keypt útgáfufyrirtækið Blackwell Publishing Holdings Ltd. Kaupverð nemur 572 milljónum bandaríkjadala eða rétt rúmum 40 milljörðum króna. John Wiley & Sons var stofnað árið 1807 og gaf meðal annars fyrst út bækur eftir þá Edgar Allan Poe og Herman Melville. 17.11.2006 15:41 House of Fraser óskar eftir afslætti frá birgjum Framkvæmdastjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser (HoF) mun í næstu viku senda birgjum bréf þar sem þess er óskað að versluninni verði veittur afsláttur á vörum auk þess sem greiðslufrestur verði lengdur. Kaupum Baugs og fleiri fjárfesta á HoF lauk í síðustu viku en heildarfjármögnun nemur 77 milljörðum króna. 17.11.2006 11:33 Samdráttur hjá Starbucks Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks, sem er ein sú stærsta í heimi, skilaði 117,3 milljónum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 8,2 milljarða íslenskra króna, sem jafnframt er 5 prósentum minni hagnaður en keðjan skilaði fyrir ári. 17.11.2006 11:00 Alfesca ofar vonum Afkoma Alfesca á fyrsta fjórðungi reikningsárs síns var neikvæð um 1,8 milljónir evra, sem svarar til 161,6 milljóna íslenskra króna. Er það nokkuð betri afkoma en meðaltalsspá greiningardeilda bankanna sem hljóðaði upp á um 215 milljóna króna tap. 17.11.2006 06:00 Reader's Digest skiptir um eigendur Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Ripplewood Holding hefur keypt bandaríska útgáfufélagið Reader's Digest, sem gefur úr samnefnt tímarit. Kaupverð nemur 1,6 milljörðum bandaríkjadala eða rúmlega 112 milljörðum íslenskra króna. Fyrsta tölublað Reader's Digest kom út árið 1922 í Bandaríkjunum og er talið að 80 milljónir manna lesi það. 16.11.2006 22:15 Tilboð MAN í Scania fellt Sænski fjárfestingasjóðurinn Investor AB, felldi nú síðdegis yfirtökutilboð þýsku vöruflutningaframleiðendanna hjá MAN í sænsku vörubílasmiðju Scania, sem MAN lagði fram í dag. 16.11.2006 16:10 Vísitala neysluverð lækkaði vestanhafs Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í október. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkar en helsta ástæðan er verðlækkun á eldsneytisverði og raforkuverði. Þetta er meiri lækkun en greiningaraðilar bjuggust við. 16.11.2006 14:00 MAN gerir óvinveitt tilboð í Scania Þýski vörubílaframleiðandinn MAN gerði í dag óvinveitt yfirtökutilboð í sænska samkeppnisaðilann Scania. Tilboðið er óbreytt frá upphaflegu yfirtökutilboði, sem MAN gerði í Scania í september. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen, sem er stærsti hluthafinn í bæði MAN og Scania segir fyrirtækin verða að taka ákvörðun um næstu skref á morgun. 16.11.2006 13:30 Verðbólga lækkar á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,6 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði. Þetta er 0,1 prósentustigi minni verðbólga en mældist á evrusvæðinu í september. Þetta er jafnframt annar mánuðurinn í röð sem verðbólgan lækkar á milli mánaða en verðbólgan hefur ekki mælst minni síðan í febrúar árið 2004. 16.11.2006 11:12 Smásöluverslun jókst umfram væntingar Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,9 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar. Þetta er þrisvar sinnum meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með enda talsverð aukning frá því í september en þá dróst velta í smásöluverslun saman um 0,4 prósent á milli mánaða. 16.11.2006 10:30 Hagnaður Euronext jókst um 8 prósent Hagnaður samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext nam 92,28 milljónum evra, um 8,4 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæplega 8 prósenta meiri hagnaði en á sama tíma í fyrra. 16.11.2006 09:37 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í júlí síðastliðnum og lét þar með af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi undanfarin fimm ár. 16.11.2006 09:25 Með Windows í gemsanum Windows Mobile heitir ný lausn fyrir viðskiptavini Vodafone sem gerir þeim mögulegt að fá Windows-umhverfið í GSM síma. Með Windows Mobile er hægt með einföldum hætti að sækja tölvupóst, dagbók, tengiliða- og verkefnalista, auk þess að nota MSN í símtækinu. 16.11.2006 07:00 Ticket styrkist í viðskiptaferðum og skoðar fleiri yfirtökur Sænska ferðaskrifstofukeðjan Ticket, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, hefur samið um kaup á 75 prósentum hlutafjár í MZ Travel, sænskri ferðaskrifstofukeðju sem sérhæfir sig í viðskiptaferðum. Ábyrgjast seljendur að aðrir hluthafar MZ selji einnig bréf sín. 16.11.2006 06:00 Risasamruni flugfélaga í farvatninu Bandaríska flugfélagið US Airways hefur gert 8 milljarða dala yfirtökutilboð í bandaríska félagið Delta Air Lines. Þetta svarar til 566,8 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna flugfélaganna verður til eitt stærsta flugfélag í heimi. 15.11.2006 12:59 Englandsbanki spáir hraðari lækkun á verðbólgu Englandsbanki birti verðbólguskýrslu sína fyrir fjórða ársfjórðung í dag. Bankinn býst við að verðbólgan lækki hraðar en áður hafði verið gert ráð fyrir og verði 2,7 prósent í lok árs en fari svo niður í 2 prósent um mitt næsta ár. 15.11.2006 11:43 ISS kaupir þýskt þjónustufyrirtæki Danska þjónustufyrirtækið ISS hefur keypt þýska fyrirtækið Debeos af þýsku bílaframleiðendunum DaimlerChrysler. Kaupverð er ekki gefið upp en danska dagblaðið Börsen segir þetta með stærstu fyrirtækjakaupum ISS, sem hyggur á frekari útrás í Þýskalandi í kjölfarið. 15.11.2006 11:30 Atvinnuleysi ekki hærra í sjö ár Atvinnulausum fjölgaði um 0,1 prósent í Bretlandi á þriðja fjórðungi ársins og jafngildir það 5,6 prósenta atvinnuleysi. Það er mesta atvinnuleysi í landinu í sjö ar, samkvæmt hagstofu Bretlands. 15.11.2006 10:30 Toyota stefnir á stærri hlutdeild Japanski bílaframleiðandinn Toyota, sem er næststærsti bílaframleiðandi í heimi, ætlar að spýta í lófana á næstu árum. Markmiðið er að reisa meðal annars verksmiðjur í Bandaríkjunum, á Indlandi og í Kína og ná fimmtán prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu á næstu fjórum árum. 15.11.2006 09:45 Þýska kauphöllin hætt að horfa til Euronext Stjórn þýsku kauphallarinnar í Frankfurt, Deutsche Börse, hefur fallið frá frekari yfirtökutilraunum í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum bauð 10 milljarða bandaríkjadali eða rúmlega 692 milljarða íslenskra króna í Euronext í maí og er stefnt að sameiningu kauphallanna. Þýska kauphöll hefur þrátt fyrir það horft til þess að hafa betur í kapphlaupinu um markaðinn. 15.11.2006 09:45 Aeroflot kaupir ekki Boeing-vélar Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. 15.11.2006 08:15 Forstjóri ársins vinnur hjá Lego Samtök stjórnenda í Danmörku völdu í síðustu viku Jørgen Vig Knudstorp, forstjóra danska leikfangaframleiðandans Lego, sem forstjóra ársins. 15.11.2006 06:45 Disney með methagnað Bandaríski afþreyingarrisinn Disney skilaði tvöfalt meiri hagnaði á þriðja fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna, samanborið við 379 milljónir dala, eða 25,8 milljarða króna, í fyrra. 15.11.2006 06:00 Hagnaður Wal-Mart jókst um 11,5 prósent Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á þriðja fjórðungi ársins nam 2,7 milljörðum dala eða tæpum 187 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 11,5 prósenta aukning á milli ára. Afkoman í Bandaríkjunum var slök en þeim mun betri í öðrum löndum. 14.11.2006 14:47 Óbreytt verðbólga í Bretlandi Verðbólga í Bretlandi mældist 2,4 prósent í október sem er óbreytt frá mánuðinum á undan og lægra en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta er sagt auka líkurnar á því að stýrivaxtahækkunin í síðustu viku verði sú síðasta í bráð. 14.11.2006 10:57 ESB skoðar samkeppni á kreditkortamarkaði Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins (ESB) hefur varað kreditkortafyrirtæki við því að þau ætli að beita sér fyrir aukinni samkeppni á kreditkortamarkaði. 14.11.2006 10:00 Tap hjá Vodafone Group í Evrópu Farsímafélagið Vodafone Group, sem er ein stærsta farsímasamtæða í heimi, skilaði 5,1 milljarðs punda taprekstri á fyrri helmingi rekstrarársins, sem lauk í enda september. Þetta svarar til 664 milljarða íslenskra króna. Tapið er að mest tilkomið vegna vandræða í rekstri félagsins í Þýskalandi og á Ítalíu. Hagnaðurinn jókst á sama tíma um 31,5 prósent í Bandaríkjunum. 14.11.2006 09:13 Gjörbreyting hjá Sterling Nærri fimm milljarða króna bati hefur orðið á afkomu norræna lággjaldaflugfélagsins Sterlings, dótturfélags FL Group, fyrir afskriftir á þessu ári samanborið við síðasta ár. Ef einskiptiskostnaður er frátalinn er batinn enn meiri. 14.11.2006 06:30 Samruni Nokia og Siemens heimilaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur heimilað samruna finnska farsímaframleiðandans Nokia og hins þýska Siemens. Fyrirtækin munu stofna nýtt fyrirtæki utan um framleiðslu á síma- og netkerfum, tækjabúnaði og öðrum netlausnum, sem mun heita Nokia Siemens Network og verður þriðja stærsta fyrirtæki á þessu sviði. 13.11.2006 18:48 Forstjóraskipti hjá Deutsche Telekom Forstjóraskipti urðu í dag hjá þýska fjarskiptarisanum Deutsche Telekom, stærsta símafyrirtæki Evrópu. Kai-Uwe Picke, forstjóri fyrirtækisins, sagði óvænt upp störfum í morgun án nokkurra skýringa. Fyrirtækið hefur sett Rene Obermann, fyrrum forstjóra farsímahluta fyrirtækisins, í embætti forstjóra yfir samstæðunni. 13.11.2006 13:20 Sjá næstu 50 fréttir
Afkoma Dell yfir væntingum Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell skilaði 677 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 606 milljónir dala eða 42,8 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 47,8 milljarða íslenskra króna og er meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með. 22.11.2006 10:15
Standard & Poor's hækkar mat á NEMI Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað matseinkun norska tryggingafélagsins NEMI ASA í BBB úr BBB- . Matseinkunin var einnig tekin af lánshæfislista (e. CreditWatch) matsfyrirtækisins og segir jafnframt að horfur séu stöðugar. 22.11.2006 09:45
Yfirtökutilboð gert í flugfélagið Qantas Ástralski fjárfestingabankinn Macquarie og bandaríska fjárfestingafélagið Texas Pacific hafa gert yfirtökutilboð í flugfélagið Qantas, sem er eitt það stærsta í Ástralíu. Ekki liggur fyrir hversu hátt tilboðið er en talið er að það hljóði upp á allt að 10,3 milljarða ástralska dali eða 563,7 milljarða íslenskra króna. 22.11.2006 09:15
Útgefendur saka MySpace um brot Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music hefur stefnt netveitunni MySpace.com vegna brota á höfundarréttarlögum. Netveitan býður netverjum upp á að búa til eigin vefsvæði auk þess sem hægt er að leita eftir tónlistar- og myndskrám á netinu, sem þeir geta horft og hlustað á og deilt með öðrum. 22.11.2006 00:01
Pearl á stærð við venjulegan gemsa BlackBerry Pearl 8100 er nýr farsími sem hér er kominn í sölu. BlackBerry símarnir hafa notið vinsælda meðal fólks sem komast þarf bæði í tölvupóst og skrifstofuhugbúnað hvar sem sem það er á ferðinni. 22.11.2006 00:01
Gengi 365 hf. heldur áfram að lækka Gengi hlutabréfa 365 hf., sem áður var Dagsbrún, hefur lækkað um nærri 9,2 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem bréfin lækka umtalsvert. Lækkunin í gær nam 8 prósentum miðað við lokagengi bréfa Dagsbrúnar áður en það félag breyttist í 365. 21.11.2006 14:58
Þýska kauphöll sögð íhuga kaup á spænsku kauphöllinni Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, er sögð íhuga að gera yfirtökutilboð í Kauphöll Spánar, Bolsa Y Mercados Espanoles. Ekki er nákvæmlega tilgreint hversu hátt tilboð Deutsche Börse er að öðru leyti en því að það hljóðar upp á 33 evrur á hlut. 21.11.2006 09:49
Nasdaq fer í óvinveitta yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq ákvað í dag að gera óvinveitt yfirtökutilboð í kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi (LSE) eftir að stjórn LSE ákvað að taka ekki yfirtökutilboði markaðarins fyrr í dag. 20.11.2006 18:55
Trichet varar við aukinni verðbólgu Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því á fundi seðlabankastjóra 10 stærstu iðnríkja heims í Ástralíu í dag að verðbólga geti farið úr böndunum á næsta ári þrátt fyrir lækkun á eldsneytisverði. Hann sagði bankann fylgjast grannt með þróun mála í Evrópu. 20.11.2006 17:51
LSE hafnaði yfirtökutilboði Nasdaq Stjórn Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) hafnaði í dag yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í alla hluti LSE. Tilboðið hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Þetta var í annað sinn sem Nasdaq gerir tilboð í LSE. 20.11.2006 14:31
Stærsti koparframleiðandi í heimi verður til Bandaríska námafyrirtækið Freeport-McMoran hefur ákveðið að kaupa samkeppnisaðila sinn Phelps Dodge fyrir 25,9 milljarða bandaríkjadali eða 1.830 milljarða íslenskra króna. Með viðskiptunum verður til stærsti koparframleiðandi í heimi. 20.11.2006 11:19
Nasdaq gerir yfirtökutilboð í LSE í annað sinn Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur gert yfirtökutilboð í alla hluti Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Búist hefur verið við skrefi sem þessu hjá Nasdaq en markaðurinn hefur þegar keypt 28,75 % hlutafjár í LSE. 20.11.2006 10:11
Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. 19.11.2006 10:00
Stjórnarformaður Visa International segir upp Christopher Rodrigues, stjórnarformaður Visa International, hefur sagt upp störfum. Uppsögnin mun vera óánægja með almennt hlutafjárútboð í greiðslukortafyrirtækinu og skráningu þess á markað. 18.11.2006 15:17
House of Fraser semur við birgja Stjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser ætlar að senda birgjum bréf í næstu viku þar sem þess er óskað að fyrirtækinu verði veittur afsláttur af vöruverði auk þess sem greiðslufrestur til birgjaverði lengdur. 18.11.2006 07:30
Fræðibókaútgáfa skiptir um hendur Bandaríska fræðibókaútgáfan John Wiley & Sons Inc greindi frá því í dag að félagið hefði keypt útgáfufyrirtækið Blackwell Publishing Holdings Ltd. Kaupverð nemur 572 milljónum bandaríkjadala eða rétt rúmum 40 milljörðum króna. John Wiley & Sons var stofnað árið 1807 og gaf meðal annars fyrst út bækur eftir þá Edgar Allan Poe og Herman Melville. 17.11.2006 15:41
House of Fraser óskar eftir afslætti frá birgjum Framkvæmdastjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser (HoF) mun í næstu viku senda birgjum bréf þar sem þess er óskað að versluninni verði veittur afsláttur á vörum auk þess sem greiðslufrestur verði lengdur. Kaupum Baugs og fleiri fjárfesta á HoF lauk í síðustu viku en heildarfjármögnun nemur 77 milljörðum króna. 17.11.2006 11:33
Samdráttur hjá Starbucks Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks, sem er ein sú stærsta í heimi, skilaði 117,3 milljónum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 8,2 milljarða íslenskra króna, sem jafnframt er 5 prósentum minni hagnaður en keðjan skilaði fyrir ári. 17.11.2006 11:00
Alfesca ofar vonum Afkoma Alfesca á fyrsta fjórðungi reikningsárs síns var neikvæð um 1,8 milljónir evra, sem svarar til 161,6 milljóna íslenskra króna. Er það nokkuð betri afkoma en meðaltalsspá greiningardeilda bankanna sem hljóðaði upp á um 215 milljóna króna tap. 17.11.2006 06:00
Reader's Digest skiptir um eigendur Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Ripplewood Holding hefur keypt bandaríska útgáfufélagið Reader's Digest, sem gefur úr samnefnt tímarit. Kaupverð nemur 1,6 milljörðum bandaríkjadala eða rúmlega 112 milljörðum íslenskra króna. Fyrsta tölublað Reader's Digest kom út árið 1922 í Bandaríkjunum og er talið að 80 milljónir manna lesi það. 16.11.2006 22:15
Tilboð MAN í Scania fellt Sænski fjárfestingasjóðurinn Investor AB, felldi nú síðdegis yfirtökutilboð þýsku vöruflutningaframleiðendanna hjá MAN í sænsku vörubílasmiðju Scania, sem MAN lagði fram í dag. 16.11.2006 16:10
Vísitala neysluverð lækkaði vestanhafs Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í október. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkar en helsta ástæðan er verðlækkun á eldsneytisverði og raforkuverði. Þetta er meiri lækkun en greiningaraðilar bjuggust við. 16.11.2006 14:00
MAN gerir óvinveitt tilboð í Scania Þýski vörubílaframleiðandinn MAN gerði í dag óvinveitt yfirtökutilboð í sænska samkeppnisaðilann Scania. Tilboðið er óbreytt frá upphaflegu yfirtökutilboði, sem MAN gerði í Scania í september. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen, sem er stærsti hluthafinn í bæði MAN og Scania segir fyrirtækin verða að taka ákvörðun um næstu skref á morgun. 16.11.2006 13:30
Verðbólga lækkar á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,6 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði. Þetta er 0,1 prósentustigi minni verðbólga en mældist á evrusvæðinu í september. Þetta er jafnframt annar mánuðurinn í röð sem verðbólgan lækkar á milli mánaða en verðbólgan hefur ekki mælst minni síðan í febrúar árið 2004. 16.11.2006 11:12
Smásöluverslun jókst umfram væntingar Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,9 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar. Þetta er þrisvar sinnum meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með enda talsverð aukning frá því í september en þá dróst velta í smásöluverslun saman um 0,4 prósent á milli mánaða. 16.11.2006 10:30
Hagnaður Euronext jókst um 8 prósent Hagnaður samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext nam 92,28 milljónum evra, um 8,4 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæplega 8 prósenta meiri hagnaði en á sama tíma í fyrra. 16.11.2006 09:37
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í júlí síðastliðnum og lét þar með af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi undanfarin fimm ár. 16.11.2006 09:25
Með Windows í gemsanum Windows Mobile heitir ný lausn fyrir viðskiptavini Vodafone sem gerir þeim mögulegt að fá Windows-umhverfið í GSM síma. Með Windows Mobile er hægt með einföldum hætti að sækja tölvupóst, dagbók, tengiliða- og verkefnalista, auk þess að nota MSN í símtækinu. 16.11.2006 07:00
Ticket styrkist í viðskiptaferðum og skoðar fleiri yfirtökur Sænska ferðaskrifstofukeðjan Ticket, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, hefur samið um kaup á 75 prósentum hlutafjár í MZ Travel, sænskri ferðaskrifstofukeðju sem sérhæfir sig í viðskiptaferðum. Ábyrgjast seljendur að aðrir hluthafar MZ selji einnig bréf sín. 16.11.2006 06:00
Risasamruni flugfélaga í farvatninu Bandaríska flugfélagið US Airways hefur gert 8 milljarða dala yfirtökutilboð í bandaríska félagið Delta Air Lines. Þetta svarar til 566,8 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna flugfélaganna verður til eitt stærsta flugfélag í heimi. 15.11.2006 12:59
Englandsbanki spáir hraðari lækkun á verðbólgu Englandsbanki birti verðbólguskýrslu sína fyrir fjórða ársfjórðung í dag. Bankinn býst við að verðbólgan lækki hraðar en áður hafði verið gert ráð fyrir og verði 2,7 prósent í lok árs en fari svo niður í 2 prósent um mitt næsta ár. 15.11.2006 11:43
ISS kaupir þýskt þjónustufyrirtæki Danska þjónustufyrirtækið ISS hefur keypt þýska fyrirtækið Debeos af þýsku bílaframleiðendunum DaimlerChrysler. Kaupverð er ekki gefið upp en danska dagblaðið Börsen segir þetta með stærstu fyrirtækjakaupum ISS, sem hyggur á frekari útrás í Þýskalandi í kjölfarið. 15.11.2006 11:30
Atvinnuleysi ekki hærra í sjö ár Atvinnulausum fjölgaði um 0,1 prósent í Bretlandi á þriðja fjórðungi ársins og jafngildir það 5,6 prósenta atvinnuleysi. Það er mesta atvinnuleysi í landinu í sjö ar, samkvæmt hagstofu Bretlands. 15.11.2006 10:30
Toyota stefnir á stærri hlutdeild Japanski bílaframleiðandinn Toyota, sem er næststærsti bílaframleiðandi í heimi, ætlar að spýta í lófana á næstu árum. Markmiðið er að reisa meðal annars verksmiðjur í Bandaríkjunum, á Indlandi og í Kína og ná fimmtán prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu á næstu fjórum árum. 15.11.2006 09:45
Þýska kauphöllin hætt að horfa til Euronext Stjórn þýsku kauphallarinnar í Frankfurt, Deutsche Börse, hefur fallið frá frekari yfirtökutilraunum í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum bauð 10 milljarða bandaríkjadali eða rúmlega 692 milljarða íslenskra króna í Euronext í maí og er stefnt að sameiningu kauphallanna. Þýska kauphöll hefur þrátt fyrir það horft til þess að hafa betur í kapphlaupinu um markaðinn. 15.11.2006 09:45
Aeroflot kaupir ekki Boeing-vélar Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. 15.11.2006 08:15
Forstjóri ársins vinnur hjá Lego Samtök stjórnenda í Danmörku völdu í síðustu viku Jørgen Vig Knudstorp, forstjóra danska leikfangaframleiðandans Lego, sem forstjóra ársins. 15.11.2006 06:45
Disney með methagnað Bandaríski afþreyingarrisinn Disney skilaði tvöfalt meiri hagnaði á þriðja fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna, samanborið við 379 milljónir dala, eða 25,8 milljarða króna, í fyrra. 15.11.2006 06:00
Hagnaður Wal-Mart jókst um 11,5 prósent Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á þriðja fjórðungi ársins nam 2,7 milljörðum dala eða tæpum 187 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 11,5 prósenta aukning á milli ára. Afkoman í Bandaríkjunum var slök en þeim mun betri í öðrum löndum. 14.11.2006 14:47
Óbreytt verðbólga í Bretlandi Verðbólga í Bretlandi mældist 2,4 prósent í október sem er óbreytt frá mánuðinum á undan og lægra en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta er sagt auka líkurnar á því að stýrivaxtahækkunin í síðustu viku verði sú síðasta í bráð. 14.11.2006 10:57
ESB skoðar samkeppni á kreditkortamarkaði Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins (ESB) hefur varað kreditkortafyrirtæki við því að þau ætli að beita sér fyrir aukinni samkeppni á kreditkortamarkaði. 14.11.2006 10:00
Tap hjá Vodafone Group í Evrópu Farsímafélagið Vodafone Group, sem er ein stærsta farsímasamtæða í heimi, skilaði 5,1 milljarðs punda taprekstri á fyrri helmingi rekstrarársins, sem lauk í enda september. Þetta svarar til 664 milljarða íslenskra króna. Tapið er að mest tilkomið vegna vandræða í rekstri félagsins í Þýskalandi og á Ítalíu. Hagnaðurinn jókst á sama tíma um 31,5 prósent í Bandaríkjunum. 14.11.2006 09:13
Gjörbreyting hjá Sterling Nærri fimm milljarða króna bati hefur orðið á afkomu norræna lággjaldaflugfélagsins Sterlings, dótturfélags FL Group, fyrir afskriftir á þessu ári samanborið við síðasta ár. Ef einskiptiskostnaður er frátalinn er batinn enn meiri. 14.11.2006 06:30
Samruni Nokia og Siemens heimilaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur heimilað samruna finnska farsímaframleiðandans Nokia og hins þýska Siemens. Fyrirtækin munu stofna nýtt fyrirtæki utan um framleiðslu á síma- og netkerfum, tækjabúnaði og öðrum netlausnum, sem mun heita Nokia Siemens Network og verður þriðja stærsta fyrirtæki á þessu sviði. 13.11.2006 18:48
Forstjóraskipti hjá Deutsche Telekom Forstjóraskipti urðu í dag hjá þýska fjarskiptarisanum Deutsche Telekom, stærsta símafyrirtæki Evrópu. Kai-Uwe Picke, forstjóri fyrirtækisins, sagði óvænt upp störfum í morgun án nokkurra skýringa. Fyrirtækið hefur sett Rene Obermann, fyrrum forstjóra farsímahluta fyrirtækisins, í embætti forstjóra yfir samstæðunni. 13.11.2006 13:20