Fleiri fréttir

Tap Napster minnkar milli ára

Nettónlistarveitan Napster, skilaði 9 milljóna dala taprekstri á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 614 milljóna króna taprekstrar á tímabilinu sem þó er nokkuð minna en á sama tíma fyrir ári. Eigendur Napster leitast við að sameinast öðru fyrirtæki eða selja það.

Danske Bank gerir risakaup í Finnlandi

Danski bankinn Danske Bank hefur keypt finnska bankann Sampo Bank fyrir 30,1 milljarða danskra króna eða rúmlega 352 milljarða íslenskra króna. Danska dagblaðið Berlingske Tidende hefur eftir Peter Straarup, forstjóra Danske Bank, kaupin í samræmi við stefnu bankans um starfsemi í Norður-Evrópu.

Uppsagnir í kauphöllinni í New York

Kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum ætlar að segja upp 17 prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins eða um 500 manns. Þetta eru einhverjar viðamestu uppsagnir innan fyrirtækisins síðan árið 1991. Ástæðan er aukin sjálfvirkni í kjölfar yfirtöku NYSE á rafræna hlutabréfamarkaðnum Archipelago Holdings Inc.

Seðlabanki Indónesíu lækkar stýrivexti

Seðlabanki Indónesíu lækkaði stýrivexti um 50 punkta í gær og standa vextirnir nú í 10,25 prósentum. Þetta er sjötta stýrivaxtalækkun seðlabanka Indónesíu á árinu. Ástæðan er snörp verðbólgulækkun í landinu sem hefur farið úr 14,5 prósentum í september í 6,2 prósent nú.

Forstjóri Volkswagen segir upp

Bernd Pischetsrieder, forstjóri þýsku bílasmiðja Volkswagen, ætlar að segja starfi sínu lausu um áramótin en við starfi hans tekur Martin Winterkorn, yfirmaður Audi. Á sama tíma hefur Christian Streiff, fyrrum forstjóri Airbus, tekið við starfi forstjóra franska bílaframleiðandans Peugeot, eins helsta samkeppnisaðila Volkswagen.

Acer komið upp fyrir Dell í borðtölvum

Á þriðja ársfjórðungi þessa árs komust Acer borðtölvur í fyrsta sinn upp fyrir tölvur Dell í sölutölum í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu Gartner.

IMF segir hagvöxt góðan í S-Ameríku

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) segir verðhækkanir á hráolíu, aukin neysla á heimamarkaði og góð peningamálastjórn hafa komið löndum í Suður-Ameríku til góða og hafa uppfært hagvaxtarspá landanna.

Tap GM minna en upphaflega var talið

Endurskoðaðar afkomutölur bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) benda til að tap fyrirtækisins hafi verið minna á þriðja ársfjórðungi en talið var í fyrstu.

Hagnaður þýsku kauphallarinnar eykst

Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, skilaði 175,1 milljón evru í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Stærstur hluti hagnaðarins er komin til vegna sölu á eignum í Bandaríkjunum á tímabilinu.

Lakshmi Mittal skipaður forstjóri Arcelor Mittal

Indverskættaði stálkóngurinn Lakshmi Mittal, einn ríkasti maður sem búsettur er á Bretlandseyjum, hefur tekið við sem forstjóri hins nýsameinaða stálfyrirtækis Arcelor Mittal. Fyrirtæki Mittals, Mittal Steel, keypti stálfyrirtækið Arcelor fyrir fimm mánuðum og hafa fyrirtækið sameinast.

Statoil eykur olíuvinnslu við Mexíkóflóa

Norski ríkisolíurisinn Statoil greindi frá því í dag að það hefði ætli að kaupa ýmsar eignir og réttindi til olíuvinnslu af bandaríska olíufélaginu Anadarko Petroleum Corp. við Mexíkóflóa. Kaupverð nemur 901 milljón dölum eða ríflega 61,5 milljarða íslenskra króna.

Hráolíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í dag þrátt fyrir að ákvörðun OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, um samdrátt í olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari verðlækkunum á hráolíu, gekk í gildi á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er talið víst að eining sé um ákvörðunina innan aðildarríkja OPEC.

LSE og Kauphöllin í Tókýo ræða saman

Stjórn kauphallarinnar í Tókýó í Japan, einhver stærsta kauphöllin í Asíu, hefur lýst því yfir að hún eigi í samstarfsviðræðum við kauphöllina í Lundúnum (LSE). Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er meðal annars rætt um skráningu fyrirtækja í báðum kauphöllum.

Time Warner þrefaldar gróða

Hagnaður bandaríska fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti hagnaðarins kemur frá auglýsingatekjum nethluta félagsins, American Online (AOL). Hagnaður samsteypunnar nam 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 155,8 milljarða íslenskra króna, en hann nam 853 milljónum dala eða 57,7 milljörðum króna á sama tíma fyrir ári.

Hagnaður Whole Foods Market eykst

Bandaríska matvöruverslanakeðjan Whole Foods Market skilaði 319 milljóna dala hagnaði á síðasta rekstrarári, sem lauk í september. Þetta svarar til ríflega 21,6 milljarða íslenskra króna og er 39 prósenta aukning frá síðasta ári. Keðjan selur íslenskar landbúnaðarvörur í búðum sínum, þar á meðal skyr.

Óbreytt atvinnuleysi á evrusvæðinu

Atvinnuleysi mældist 7,8 prósent á evrusvæðinu í september en það er óbreytt frá mánuðinum á undan, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Óbreyttur hagnaður Storebrands

Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um nærri 3,3 milljarða króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi og stóð hagnaður í stað á milli ára. Fyrir fyrstu níu mánuði ársins hagnaðist Storebrand um 11,7 milljarða króna fyrir skatta sem er um tíu prósenta aukning frá 2005.

Enginn vöxtur í Bandaríkjunum

Framleiðni stóð í stað í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er þvert á væntingar greiningaraðila, sem spáðu því að framleiðni myndi aukast um 1,1 prósent á tímabilinu. Þetta eru sögð fyrstu merki um að hægt hafi á efnahagslífinu vestanhafs.

Óbreyttir vextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 3,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár greiningaraðila, sem engu að síður bíða þess sem bankinn gerir á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í desember.

Búast við óbreyttum vöxtum

Evrópski Seðlabankinn tilkynnir vaxtaákvörðun sína eftir hádegi í dag. Greiningardeild Glitnis segir spár benda til að vextir verði óbreyttir í 3,25 prósentum.

Samdráttur hjá BMW

Sala á bílum frá þýsku bílasmiðunum hjá BMW dróst saman um 5,5 prósenta á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Á meðal þeirra bíla sem BMW framleiðir eru bílar undir eigin merkjum, Mini og eðalvagnarnir Rolls-Royce.

Góður hagnaður hjá asískum bílaframleiðendum

Bílaframleiðendur í Asíu skiluðu flestir góðum hagnaði á fyrri hluta ársins og búast við methagnaði á árinu. Helsta ástæðan er aukinn útflutningur á bílum til Evrópu og Indlands á tímabilinu.

Olíuverð lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hefðu ákveðið að draga úr olíuframleiðslu frá og með deginum í dag til að sporna gegn frekari verðlækkunum á olíu.

Windows Vista krefst öflugri tölva

Bandaríski metsöluhöfundurinn og fyrirlesarinn Mark Minasi kom hingað til lands í fimmta sinn á vegum Microsoft á Íslandi og EJS í síðustu viku. Tilgangur heimsóknar hans í þetta sinn var að kynna tæknimönnum flesta möguleika Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kemur út í mánuðinum. Áherslan var á öryggið í netheimum, sem Minasi segir að Microsoft geri allt til að tryggja.

Hagnaður Time Warner næstum þrefaldast

Hagnaður bandarísku fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti tekna samsteypunnar eru komnar til vegna aukinna auglýsingatekna frá nethluta félagsins, American Online (AOL).

Lego annar ekki eftirspurn

Danski leikfangaframleiðandinn Lego á í mestu erfiðleikum með að anna eftirspurn vegna niðurskurðar hjá fyrirtækinu. Talsmaður fyrirtækisins segir flestar vörur Lego uppseldar og geti fyrirtækið ekki sinnt jólasölu með góðu móti. Búist er við að Lego verði af háum fjárhæðum vegna þessa.

Eurotunnel bjargar sér frá gjaldþroti

Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna.

Sjá næstu 50 fréttir