Fleiri fréttir Wal-Mart braut á starfsfólki sínu Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart, sem er ein sú stærsta í heimi, var í síðustu viku dæmd til að greiða fyrrverandi starfsfólki sínu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum 78 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Starfsfólkið var þvingað til að vinna í frítíma sínum, svo sem í kaffi- og matarhléum, án þess að fá greitt fyrir það. Í dómsniðurstöðu sagði að fyrirtækið hefði brotið ríkislög með því að neita að greiða starfsfólkinu fyrir umframvinnuna. 18.10.2006 06:15 Sony innkallar eigin rafhlöður Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Greiningaraðilar telja líkur á talsvert minni hagnaði í ár en í fyrra. 18.10.2006 06:00 Mattel græðir á Barbie-brúðum Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 239 milljónum Bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 milljörðum króna og er nokkuð umfram væntingar. Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum og afmælisútgáfu af brúðu úr barnaþáttunum Sesame Street. 18.10.2006 06:00 Verðbólguótti í Bandaríkjunum Verðbólguóttinn hefur gert vart við sig í Bandaríkjunum eftir að vísitala framleiðsluverð reyndist hærri en væntingar stóðu til. Vísitalan hækkaði um 0,6 prósentustig í síðasta mánuði, sem er 0,4 prósentustigum meira en reiknað var með. 17.10.2006 16:03 Tata Steel býður í Corus Indverski stálframleiðandinn Tata Steel hefur gerði yfirtökutilboð í stálframleiðandann Corus, sem er í eigu enskra og hollenskra aðila. Tilboðið hljóðar upp á 4,1 milljarð punda, jafnvirði 525 milljarða íslenskra króna. 17.10.2006 15:39 Enn hækkar olíuverðið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna fundar samtaka olíuútflutningsríkja á fimmtudag í þessari viku um breytingar á olíuframleiðslu. 17.10.2006 09:57 Sony innkallar eigin rafhlöður Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. 17.10.2006 09:16 Barbie eykur hagnað Mattel Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 239 milljónum bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 milljörðum króna og nokkuð umfram væntingar. Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum. 16.10.2006 19:10 Sensex nálgast nýjar hæðir Indverska hlutabréfavísitalan Sensex hefur hækkað um 57 prósent á árinu þrátt fyrir snarpa dýfu um mitt ár. Vísitalan nálgast nú 13.000 stiga markið og hefur aldrei verið hærri. 16.10.2006 12:50 Olíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um allt að hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, greindu frá því um helgina að þau muni funda í arabaríkinu Katar á fimmtudag til að ákveða hvort dregið verði úr olíuframleiðslu til að minnka olíubirgðir og sporna gegn verðlækkunum á olíu. 16.10.2006 12:15 Bankasamruni á Ítalíu Ítölsku bankarnir Banco Populare Italiana (BPI) og Banco Populare di Verona e Novara hafa ákveðið að sameinast. Með þessu verður til þriðji stærsti banki á Ítalíu en markaðsvirði hans er um 15 milljarða evrur, jafnvirði tæplega 1.300 milljarða íslenskra króna. 16.10.2006 09:51 Wal-Mart braut á starfsfólki Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið dæmd til að greiða fyrrum starfsfólki sínu að minnsta kosti 78 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Starfsfólkið var þvingað til að vinna í frítíma sínum, svo sem í kaffi- og matarhléum, án þess að fá greitt fyrir það. 14.10.2006 13:19 Útgerðum í Ósló fjölgar 14.10.2006 00:01 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japan tilkynnti í dag að stýrivextir þar í landi yrðu óbreyttir. Stýrivextirnir í Japan hafa verið 0,25 prósent síðan í júlí þegar bankinn ákvað að láta af núllvaxtastefnu sinni og hækka vexti í fyrsta sinn í sex ár. 13.10.2006 17:06 BAE selur í Airbus Breski hergagnaframleiðandinn BAE Systems hefur lokið við sölu á 20 prósenta hlut sínum í flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans. 13.10.2006 16:45 Verðbólga minnkaði fyrir utan Noreg Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. 13.10.2006 11:45 Sameinast um yfirtöku á Euronext Kauphallir á Ítalíu og í Þýskalandi hafa gert með sér samkomulag um að gera yfirtökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Verði af yfirtöku skáka markaðirnir tilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum, í evrópska markaðinn. 13.10.2006 09:36 Sensex í nýjum hæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex fór í nýjar hæðir í kauphöll Indlands í dag þegar gengi hennar fór í 12.677 stig. Gengi vísitölunnar hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir 1,1 prósenta hækkun á markaðnum í dag var aukin bjartsýni fjárfesta um efnahagshorfur á Indlandi. 13.10.2006 09:21 1 prósents verðbólga í Þýskalandi Verðlag í Þýskalandi lækkaði um 0,5 prósent á milli mánaða í september og mældist 1 prósents verðbólga í landinu á ársgrundvelli. 12.10.2006 16:32 Dow Jones í methæðum Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló met í dag þegar hún fór í 11.909,92 stig og rauf 11.900 stiga múrinn. Ástæðan er aukin bjartsýni fjárfesta í kjölfar aukinnar afkomu fyrirtækja á borð við McDonald's þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu. 12.10.2006 14:40 Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum Vöruskipti voru óhagstæð um 69,8 milljarða bandaríkjadali eða rúma 4.815 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum í ágúst. Viðskiptahallinn vestra nemur 716,7 milljörðum dala, jafnvirði 49.445 milljarða íslenskra króna og hefur aldrei verið meiri. 12.10.2006 13:39 Hagnaður Pepsi eykst mikið Hagnaður bandaríska gosdrykkjaframleiðandans Pepsi nam 102 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 71 prósents aukning á milli ára. 12.10.2006 12:43 Olíuverð ekki lægra síðan í desember Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna aukinna umframbirgða af olíu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í desember á síðasta ári. 12.10.2006 11:57 Aer Lingus berst gegn Ryanair Lífeyrissjóður flugmanna írska flugfélagsins Aer Lingus hefur keypti 2,12 prósent hlutabréfa eða 9,8 milljón hluti í eigin félagi með það fyrir augum að sporna gegn yfirtöku lággjaldaflugfélagsins Ryanir í Aer Lingus. Lífeyrissjóðurinn greiddi 3,04 evrur fyrir hlutinn sem er tæpri evru yfir útboðsgengi bréfanna í almennu hlutafjárútboði í síðustu viku. 11.10.2006 11:28 Enn lækkar olíuverðið Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að fjárfestar drógu í efa að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, muni draga úr olíuframleiðslu. Um tíma hafði hráolíuverðið ekki verið lægra í átta mánuði. 11.10.2006 10:06 Uppsagnir og lokanir verksmiðja hjá Airbus EADS-samstæðan, móðurfélag evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, er sögð hafa í hyggju að segja upp tæplega 10.000 manns sem starfa hjá Airbus og loka verksmiðjum í hagræðingarskyni á næstu fjórum árum. 10.10.2006 13:49 Býst við uppsögnum Louis Gallois, sem tók við forstjórastóli evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus af Christian Streiff í gær, segir líkur á umfangsmiklum uppsögnum innan fyrirtækisins. Uppsagnirnar munu verða jafnt í Þýskalandi og í Frakklandi. Ekki er ljóst hvort einhverjar uppsagnir verði í Bretlandi en þar er hluti af A380 risaþotunni frá Airbus framleiddur. 10.10.2006 09:19 Forstjóri Airbus segir upp Christian Streiff, forstjóri flugvélaframleiðandans Airbus, er sagður ætla að segja starfi sínu lausu síðar í dag. Louis Gallois, aðstoðarforstjóri EADS, móðurfélags Airbus mun taka við sæti hans. 9.10.2006 15:42 Nýr álrisi verður til Stjórnendur rússnesku álfyrirtækjanna Rusal og Sual og forstjóri svissneska álfyrirtækisins Glencore greindu frá því í Moskvu í Rússlandi í dag að fyrirtækin hefðu ákveðið að sameinast um álframleiðslu. Með sameiningunni hefur Alcoa verið velt úr sessi sem stærsti álframleiðandi í heimi. 9.10.2006 14:12 Olíuverð yfir 60 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna áætlana samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, um að minnka olíuframleiðslu um 4 prósent til að draga úr umframbirgðum á hráolíu og sporna gegn frekari verðlækkunum. 9.10.2006 11:43 Villepin varði forstjóra Airbus Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom til varnar Christian Streiff, forstjóra Airbus, í sjónvarpsviðtali í gær og sagði enga ástæðu fyrir hann að segja upp. 9.10.2006 10:39 Lækkanir í Evrópu og Asíu Gengi hlutabréfa og gjaldmiðla hefur lækkað nokkuð á mörkuðum í Evrópu og Asíu í dag í kjölfar tilraunasprengingar Norður-Kóreumanna í nótt. 9.10.2006 09:45 Forstjóri Airbus hótar uppsögn Christian Streiff, forstjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur hótað að segja upp gefi stjórn móðurfélagsins honum ekki heimild til að endurskipuleggja í rekstri fyrirtækisins. 8.10.2006 14:36 Kerkorian hættur við kaup í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem er einn stærsti hluthafinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM), er hættur við að auka við hlut sinn í fyrirtækinu eins og til stóð. Ástæðan er sögð óánægja hans með að samstarfsviðræðum GM við Nissan og Renault var slitið fyrr í vikunni. 6.10.2006 22:47 Google hugleiðir kaup á YouTube Bandaríska netleitarfyrirtækið Google er sagt eiga í viðræðum um kaup á myndskráavefnum YouTube. Kaupverð er talið nema 1,6 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna. 6.10.2006 18:14 Hagvöxtur minnkar í helstu hagkerfunum Efnahags- og framfarastofnunin segir flest benda til að hagvöxtur muni minnka á næstunni hjá sjö stærstu hagkerfum í heimi. Kanada og Brasilía er þar undanskilin. Þá er hagvöxtur sagður fara minnkandi í Kína og öðrum stórum hagkerfum en vera stöðugur í löndum á borð við Bandaríkin, Indland og Rússland. Hagvöxtur á evrusvæðinu stendur sömuleiðis í stað á milli mánaða. 6.10.2006 11:08 Olíuverð lækkaði lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega og fór niður fyrir 60 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hafi áætlanir um að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. 6.10.2006 11:02 Aer Lingus segir tilboð Ryanair of lágt Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska flugfélaginu Aer Lingus og á nú 19,2 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Ryanair 16 prósent. Ryanair gerði í alla hluti Aer Lingus í gær en stjórn félagsins segir tilboðið vanmat á virði þess. 6.10.2006 09:44 Hitachi innkallar rafhlöður frá Sony Japanski tækniframleiðandinn Hitachi hefur ákveðið að innkalla 16.000 rafhlöður, sem fylgdu með fartölvum undir merkjum fyrirtækisins. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Með þessu bætist Hitachi í hóp nokkurra fyrirtækja sem hafa innkallað ríflega 7 milljónir rafhlaða frá Sony. 6.10.2006 09:25 Þriðji dagur Dow Jones í methæðum Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló enn eitt metið við lokun markaða vestanhafs í dag. Vísitalan hækkaði um 16,08 punkta eða 0,14 prósent í viðskiptum dagsins og endaði í 11.866,69 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem vísitalan nær sögulegu hámarki. 5.10.2006 21:42 Seðlabanki Danmerkur hækkar stýrivexti Seðlabanki Danmerkur ákvað í dag að feta í fótspor evrópska seðlabankans og hækka stýrivexti um 25 punkta í 3,5 prósent. 5.10.2006 15:03 Olía hækkar í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að forseti samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, sagði samtökin vera að íhuga að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari lækkunum á olíu. 5.10.2006 14:51 Evrópski seðlabankinn hækkar stýrivexti Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að hækka stýrivexti á evrusvæðinu um 25 punkta í 3,25 prósent. Fjármálasérfræðingar töldu margir líkur á þessari ákvörðun bankastjórnarinnar. 5.10.2006 11:50 Bernanke segir verðbólguna of háa Ben Bernanke, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði í gær við of mikilli verðbólgu vestanhafs. Hann gaf þó ekkert í skyn hvort bankinn muni hækka stýrivexti vegna þessa á næstunni. 5.10.2006 11:32 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 4,75 prósentum. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda bjuggust flestir greiningaraðilar við þessari niðurstöðu. 5.10.2006 11:14 Sjá næstu 50 fréttir
Wal-Mart braut á starfsfólki sínu Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart, sem er ein sú stærsta í heimi, var í síðustu viku dæmd til að greiða fyrrverandi starfsfólki sínu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum 78 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Starfsfólkið var þvingað til að vinna í frítíma sínum, svo sem í kaffi- og matarhléum, án þess að fá greitt fyrir það. Í dómsniðurstöðu sagði að fyrirtækið hefði brotið ríkislög með því að neita að greiða starfsfólkinu fyrir umframvinnuna. 18.10.2006 06:15
Sony innkallar eigin rafhlöður Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Greiningaraðilar telja líkur á talsvert minni hagnaði í ár en í fyrra. 18.10.2006 06:00
Mattel græðir á Barbie-brúðum Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 239 milljónum Bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 milljörðum króna og er nokkuð umfram væntingar. Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum og afmælisútgáfu af brúðu úr barnaþáttunum Sesame Street. 18.10.2006 06:00
Verðbólguótti í Bandaríkjunum Verðbólguóttinn hefur gert vart við sig í Bandaríkjunum eftir að vísitala framleiðsluverð reyndist hærri en væntingar stóðu til. Vísitalan hækkaði um 0,6 prósentustig í síðasta mánuði, sem er 0,4 prósentustigum meira en reiknað var með. 17.10.2006 16:03
Tata Steel býður í Corus Indverski stálframleiðandinn Tata Steel hefur gerði yfirtökutilboð í stálframleiðandann Corus, sem er í eigu enskra og hollenskra aðila. Tilboðið hljóðar upp á 4,1 milljarð punda, jafnvirði 525 milljarða íslenskra króna. 17.10.2006 15:39
Enn hækkar olíuverðið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna fundar samtaka olíuútflutningsríkja á fimmtudag í þessari viku um breytingar á olíuframleiðslu. 17.10.2006 09:57
Sony innkallar eigin rafhlöður Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. 17.10.2006 09:16
Barbie eykur hagnað Mattel Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 239 milljónum bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 milljörðum króna og nokkuð umfram væntingar. Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum. 16.10.2006 19:10
Sensex nálgast nýjar hæðir Indverska hlutabréfavísitalan Sensex hefur hækkað um 57 prósent á árinu þrátt fyrir snarpa dýfu um mitt ár. Vísitalan nálgast nú 13.000 stiga markið og hefur aldrei verið hærri. 16.10.2006 12:50
Olíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um allt að hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, greindu frá því um helgina að þau muni funda í arabaríkinu Katar á fimmtudag til að ákveða hvort dregið verði úr olíuframleiðslu til að minnka olíubirgðir og sporna gegn verðlækkunum á olíu. 16.10.2006 12:15
Bankasamruni á Ítalíu Ítölsku bankarnir Banco Populare Italiana (BPI) og Banco Populare di Verona e Novara hafa ákveðið að sameinast. Með þessu verður til þriðji stærsti banki á Ítalíu en markaðsvirði hans er um 15 milljarða evrur, jafnvirði tæplega 1.300 milljarða íslenskra króna. 16.10.2006 09:51
Wal-Mart braut á starfsfólki Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið dæmd til að greiða fyrrum starfsfólki sínu að minnsta kosti 78 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Starfsfólkið var þvingað til að vinna í frítíma sínum, svo sem í kaffi- og matarhléum, án þess að fá greitt fyrir það. 14.10.2006 13:19
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japan tilkynnti í dag að stýrivextir þar í landi yrðu óbreyttir. Stýrivextirnir í Japan hafa verið 0,25 prósent síðan í júlí þegar bankinn ákvað að láta af núllvaxtastefnu sinni og hækka vexti í fyrsta sinn í sex ár. 13.10.2006 17:06
BAE selur í Airbus Breski hergagnaframleiðandinn BAE Systems hefur lokið við sölu á 20 prósenta hlut sínum í flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans. 13.10.2006 16:45
Verðbólga minnkaði fyrir utan Noreg Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. 13.10.2006 11:45
Sameinast um yfirtöku á Euronext Kauphallir á Ítalíu og í Þýskalandi hafa gert með sér samkomulag um að gera yfirtökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Verði af yfirtöku skáka markaðirnir tilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum, í evrópska markaðinn. 13.10.2006 09:36
Sensex í nýjum hæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex fór í nýjar hæðir í kauphöll Indlands í dag þegar gengi hennar fór í 12.677 stig. Gengi vísitölunnar hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir 1,1 prósenta hækkun á markaðnum í dag var aukin bjartsýni fjárfesta um efnahagshorfur á Indlandi. 13.10.2006 09:21
1 prósents verðbólga í Þýskalandi Verðlag í Þýskalandi lækkaði um 0,5 prósent á milli mánaða í september og mældist 1 prósents verðbólga í landinu á ársgrundvelli. 12.10.2006 16:32
Dow Jones í methæðum Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló met í dag þegar hún fór í 11.909,92 stig og rauf 11.900 stiga múrinn. Ástæðan er aukin bjartsýni fjárfesta í kjölfar aukinnar afkomu fyrirtækja á borð við McDonald's þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu. 12.10.2006 14:40
Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum Vöruskipti voru óhagstæð um 69,8 milljarða bandaríkjadali eða rúma 4.815 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum í ágúst. Viðskiptahallinn vestra nemur 716,7 milljörðum dala, jafnvirði 49.445 milljarða íslenskra króna og hefur aldrei verið meiri. 12.10.2006 13:39
Hagnaður Pepsi eykst mikið Hagnaður bandaríska gosdrykkjaframleiðandans Pepsi nam 102 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 71 prósents aukning á milli ára. 12.10.2006 12:43
Olíuverð ekki lægra síðan í desember Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna aukinna umframbirgða af olíu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í desember á síðasta ári. 12.10.2006 11:57
Aer Lingus berst gegn Ryanair Lífeyrissjóður flugmanna írska flugfélagsins Aer Lingus hefur keypti 2,12 prósent hlutabréfa eða 9,8 milljón hluti í eigin félagi með það fyrir augum að sporna gegn yfirtöku lággjaldaflugfélagsins Ryanir í Aer Lingus. Lífeyrissjóðurinn greiddi 3,04 evrur fyrir hlutinn sem er tæpri evru yfir útboðsgengi bréfanna í almennu hlutafjárútboði í síðustu viku. 11.10.2006 11:28
Enn lækkar olíuverðið Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að fjárfestar drógu í efa að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, muni draga úr olíuframleiðslu. Um tíma hafði hráolíuverðið ekki verið lægra í átta mánuði. 11.10.2006 10:06
Uppsagnir og lokanir verksmiðja hjá Airbus EADS-samstæðan, móðurfélag evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, er sögð hafa í hyggju að segja upp tæplega 10.000 manns sem starfa hjá Airbus og loka verksmiðjum í hagræðingarskyni á næstu fjórum árum. 10.10.2006 13:49
Býst við uppsögnum Louis Gallois, sem tók við forstjórastóli evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus af Christian Streiff í gær, segir líkur á umfangsmiklum uppsögnum innan fyrirtækisins. Uppsagnirnar munu verða jafnt í Þýskalandi og í Frakklandi. Ekki er ljóst hvort einhverjar uppsagnir verði í Bretlandi en þar er hluti af A380 risaþotunni frá Airbus framleiddur. 10.10.2006 09:19
Forstjóri Airbus segir upp Christian Streiff, forstjóri flugvélaframleiðandans Airbus, er sagður ætla að segja starfi sínu lausu síðar í dag. Louis Gallois, aðstoðarforstjóri EADS, móðurfélags Airbus mun taka við sæti hans. 9.10.2006 15:42
Nýr álrisi verður til Stjórnendur rússnesku álfyrirtækjanna Rusal og Sual og forstjóri svissneska álfyrirtækisins Glencore greindu frá því í Moskvu í Rússlandi í dag að fyrirtækin hefðu ákveðið að sameinast um álframleiðslu. Með sameiningunni hefur Alcoa verið velt úr sessi sem stærsti álframleiðandi í heimi. 9.10.2006 14:12
Olíuverð yfir 60 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna áætlana samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, um að minnka olíuframleiðslu um 4 prósent til að draga úr umframbirgðum á hráolíu og sporna gegn frekari verðlækkunum. 9.10.2006 11:43
Villepin varði forstjóra Airbus Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom til varnar Christian Streiff, forstjóra Airbus, í sjónvarpsviðtali í gær og sagði enga ástæðu fyrir hann að segja upp. 9.10.2006 10:39
Lækkanir í Evrópu og Asíu Gengi hlutabréfa og gjaldmiðla hefur lækkað nokkuð á mörkuðum í Evrópu og Asíu í dag í kjölfar tilraunasprengingar Norður-Kóreumanna í nótt. 9.10.2006 09:45
Forstjóri Airbus hótar uppsögn Christian Streiff, forstjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur hótað að segja upp gefi stjórn móðurfélagsins honum ekki heimild til að endurskipuleggja í rekstri fyrirtækisins. 8.10.2006 14:36
Kerkorian hættur við kaup í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem er einn stærsti hluthafinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM), er hættur við að auka við hlut sinn í fyrirtækinu eins og til stóð. Ástæðan er sögð óánægja hans með að samstarfsviðræðum GM við Nissan og Renault var slitið fyrr í vikunni. 6.10.2006 22:47
Google hugleiðir kaup á YouTube Bandaríska netleitarfyrirtækið Google er sagt eiga í viðræðum um kaup á myndskráavefnum YouTube. Kaupverð er talið nema 1,6 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna. 6.10.2006 18:14
Hagvöxtur minnkar í helstu hagkerfunum Efnahags- og framfarastofnunin segir flest benda til að hagvöxtur muni minnka á næstunni hjá sjö stærstu hagkerfum í heimi. Kanada og Brasilía er þar undanskilin. Þá er hagvöxtur sagður fara minnkandi í Kína og öðrum stórum hagkerfum en vera stöðugur í löndum á borð við Bandaríkin, Indland og Rússland. Hagvöxtur á evrusvæðinu stendur sömuleiðis í stað á milli mánaða. 6.10.2006 11:08
Olíuverð lækkaði lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega og fór niður fyrir 60 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hafi áætlanir um að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. 6.10.2006 11:02
Aer Lingus segir tilboð Ryanair of lágt Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska flugfélaginu Aer Lingus og á nú 19,2 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Ryanair 16 prósent. Ryanair gerði í alla hluti Aer Lingus í gær en stjórn félagsins segir tilboðið vanmat á virði þess. 6.10.2006 09:44
Hitachi innkallar rafhlöður frá Sony Japanski tækniframleiðandinn Hitachi hefur ákveðið að innkalla 16.000 rafhlöður, sem fylgdu með fartölvum undir merkjum fyrirtækisins. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Með þessu bætist Hitachi í hóp nokkurra fyrirtækja sem hafa innkallað ríflega 7 milljónir rafhlaða frá Sony. 6.10.2006 09:25
Þriðji dagur Dow Jones í methæðum Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló enn eitt metið við lokun markaða vestanhafs í dag. Vísitalan hækkaði um 16,08 punkta eða 0,14 prósent í viðskiptum dagsins og endaði í 11.866,69 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem vísitalan nær sögulegu hámarki. 5.10.2006 21:42
Seðlabanki Danmerkur hækkar stýrivexti Seðlabanki Danmerkur ákvað í dag að feta í fótspor evrópska seðlabankans og hækka stýrivexti um 25 punkta í 3,5 prósent. 5.10.2006 15:03
Olía hækkar í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að forseti samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, sagði samtökin vera að íhuga að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari lækkunum á olíu. 5.10.2006 14:51
Evrópski seðlabankinn hækkar stýrivexti Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að hækka stýrivexti á evrusvæðinu um 25 punkta í 3,25 prósent. Fjármálasérfræðingar töldu margir líkur á þessari ákvörðun bankastjórnarinnar. 5.10.2006 11:50
Bernanke segir verðbólguna of háa Ben Bernanke, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði í gær við of mikilli verðbólgu vestanhafs. Hann gaf þó ekkert í skyn hvort bankinn muni hækka stýrivexti vegna þessa á næstunni. 5.10.2006 11:32
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 4,75 prósentum. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda bjuggust flestir greiningaraðilar við þessari niðurstöðu. 5.10.2006 11:14