Fleiri fréttir

Viðskiptastríð í uppsiglingu?

Líkur á mesta viðskiptastríði sögunnar jukust í dag þegar upplýst var að Airbus-verksmiðjurnar hefðu beðið Evrópusambandið um lán til þess að hanna nýja farþegaþotu. Bandaríkjamenn eru æfir.

Efnahagur Kína á fleygiferð

Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur á undanförnum dögum gert samninga við kínversk fyrirtæki enda er efnahagur Kína á fleygiferð. Það er þó ekki hlaupið að því að hefja viðskipti þar í landi.

Komu að kaupum Glaziers

Íslensku bankarnir koma að kaupum auðkýfingsins Malcolms Glaziers í Manchester United. Breska verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbankans, mun hafa keypt nær 112 milljónir hluta í enska stórliðinu Manchester United fyrir bandaríska auðkýfinginn Malcolm Glazier sem hefur undanfarið ár reynt í allnokkrum tilraunum að ná félaginu til sín.

Hugsanleg yfirtaka á Skandia

Skandia gæti orðið yfirtekið af Old Mutual, suður-afrísku tryggingarfélagi sem starfar meðal annars einnig í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fjármálasérfræðingar álíta að Old Mutual sjái veruleg kauptækifæri í gegnum þann hluta Skandia sem starfar á breskum markaði.

Flugfloti Sterling tvöfaldaður

Flugfloti flugfélagsins Sterling, sem er í eigu Íslendinga, verður tvöfaldaður á næstunni, að sögn Almars Arnar Hilmarssonar, forstjóra félagsins. Hann segir í samtali við danska blaðið <em>Politiken</em> að gert sé ráð fyrir hagnaði af rekstrinum á þessu ár en tapið á síðasta ári var á annan milljarð króna. Hann segir ljóst að félagið hafi ekki verið keypt fyrir á fjórða milljarð króna til að láta það standa í stað.

Sterling skili hagnaði á þessu ári

Flugfloti skandinavíska lágfargjaldaflugfélagsins Sterling, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, verður tvöfaldaður á næstunni og segir forstjóri félagsins, Almar Örn Hilmarsson að áætlað sé að félagið skili hagnaði á þessu ári.

Stýrivextir hækkaðir í BNA

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti sína í þrjú prósent í gær. Þetta er áttunda hækkunin á innan við einu ári en þeir eru nú þrefalt hærri en í júní í fyrra þegar þeir voru eitt prósent. Ástæðan er fyrst og fremst aukinn verðbólguþrýstingur.

Olíuverð ekki lægra í tvo mánuði

Verðið á olíufatinu fór í gær niður fyrir fimmtíu dollara og hefur ekki verið lægra í meira en tvo mánuði. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um heil sextán prósent síðan fjórða apríl þegar verðið á fatinu var rétt yfir fimmtíu og átta dollarar.

Sjá næstu 50 fréttir