Fleiri fréttir

Boeing og Airbus berjast í Asíu

Flugvélaframleiðendurnir Airbus og Boeing keppast nú við að selja flugfélögum í Asíu framleiðslu sína en eftirspurn flugfélaga í álfunni eftir flugvélum hefur aukist mikið með batnandi efnahag. Boeing, sem er bandarískt fyrirtæki, hefur að undanförnu misst fjölmarga samninga til evrópska samkeppnisaðilans Airbus.

Methagnaður BP-olíurisans

Breska risaolíufyrirtækið BP, sem m.a. vinnur olíu úr Norðursjó, skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Olíuhluti Norsk Hydro sýndi líka mjög góða afkomu.

Olíuverð hækkar á ný

Olíuverð fer nú hækkandi á ný eftir að bilanir komu upp í olíuhreinsunarstöðvum í Bandaríkjunum. Að auki ríkir vissa um að jaðra muni við skort þegar sumarleyfatímabilið hefst á Vesturlöndum en þá eykst eldsneytisþörfin jafnan. Á Bandaríkjamarkaði kostaði fatið um 56 dollara.

Útflutningur í Afríku jókst um 31%

Samkvæmt skýrslu frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO jukust alþjóðaviðskipti um 9% á síðastliðnu ári og því er spáð að þau muni vaxa um 6,5% á þessu ári. Í skýrslunni kemur einnig fram að vöruútflutningur frá Afríku jókst um 31% í fyrra sem er mesta aukning í rúma hálfa öld.

Olíuverð lækkar enn

Olíuverð lækkaði enn í dag og fór í rétt rúma 50 dali á tunnuna. Hefur verðið ekki verið lægra í sjö vikur en það náði sögulegu hámarki í síðustu viku þegar það fór yfir 58 dali á tunnuna.

Jafnvægi að nást á olíumarkaði

Sprenging í olíuþörf sem valdið hefur mikilli olíuverðshækkun undanfarið virðist nú í rénun. Sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segja allt benda til þess að olíuþörfin sé nú að jafnast út eftir að hafa aukist gríðarlega undanfarin tvö ár.

Vilja ekki spá verðhjöðnun strax

Gríðarmikil olíuþörf sem valdið hefur mikilli verðhækkun undanfarið virðist nú í rénun. Sérfræðingar vilja þó ekki spá verðhjöðnun strax og er jafnvel búist við að verð hækki fram á sumar vegna ferðalaga fólks yfir sumartímann.

KredittBanken kaupir norskt félag

KredittBanken, dótturfélag Íslandsbanka í Noregi, hefur vilyrði fyrir yfir 50% af hlutabréfum í fjármálafyrirtækinu FactoNor og mun í framhaldinu gera tilboð í öll hlutabréf í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Frummenn slappir í bissness

Lengi hefur verið deilt um það hvernig staðið hafi á því að Neanderthalsmaðurinn dó út fyrir um þrátíu þúsund árum. Nú hefur sú kenning komið fram að ástæða hafi verið sú að Neanderthalsmenn hafi verið lélegir kaupmenn.

Olíuverð hækkar áfram

Olíuverð heldur áfram að hækka og í morgun var verðið á olíufatinu orðið tæpir fimmtíu og átta dollarar. Forystumenn OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, hafa boðað til fundar þar sem rætt verður um leiðir til þess að auka framboð á olíu til að sporna við hinu háa verði.

Olíuverð í sögulegu hámarki

Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002.

Olíufatið komið yfir 55 dollara

Olíuverð hækkar enn og er komið yfir 55 dollara á fatið og stefnir hærra. Ástæðan er einkum sú spá markaðssérfræðinga að verðið á olíufatinu gæti innan tíðar farið yfir hundrað og fimm dollara, sem er helmingi meira en nú. Það sem af er þessu ári hefur verðið hækkað um 28 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir