Fleiri fréttir

Wolfowitz heillar Evrópumenn

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Paul Wolfowitz verði bankastjóri Alþjóðabankans. Hann ræddi við fjármála- og þróunarmálaráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í gær og þótti komast vel frá þeim fundi.

Mesta einkavæðing í Færeyjum

Mesta einkavæðing í sögu Færeyja er fyrirhuguð í haust þegar fiskeldisfyrirtækið Færeyjar Seafood og United Seafood, sem rekur frystihúsin og annast fisksölu til útlanda, verða seld. Eftir efnahagshremmingarnar sem gengu yfir eyjarnar fyrir rúmum áratug fjármagnaði Atvinnulífsstofnunin, sem líkja má við Byggðastofnun hér á landi, rekstur og uppbyggingu félaganna fyrir fjármuni færeyska ríkisins sem á fyrirtækin núna.

Dollarinn hækkar gagnvart evru

Gengi dollarsins hefur hækkað gagnvart evrunni og er hækkunin rakin til þess að búist er við vaxtahækkunum vestanhafs í dag. Síðasta skráða meðalgengi Seðlabankans var 58,69 krónur.

Olíuverð í hæstu hæðum

Olíuverð er komið í hæstu hæðir og ef fer sem horfir verður lítil breyting þar á að mati sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þeir telja líklega að eftirspurn muni enn aukast næstu tvö ár og að erfitt verði að fullnægja henni.

OIíuverð í sögulegu hámarki

Olíuverð hækkar enn og er verðið á fatinu nú komið yfir 57 dollara á markaði í New York. Svipaða sögu er að segja af markaði í Lundúnum; þar náði verðið einnig sögulegu hámarki í morgun, þrátt fyrir tilkynningu OPEC-ríkjanna í gær um að þau hygðust auka olíuframleiðslu um tvö prósent.

OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu

OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu til að slá á síhækkandi olíuverð en aukningin hefur engin áhrif á olíumarkaði enn sem komið er. Dollarinn fellur enn fyrir vikið.

Sádar vilja auka olíuframleiðslu

Sádi-Arabar hafa mælt með því við önnur OPEC-ríki að framleiðsla á olíu verði aukin til að lækka verð á henni, en það hefur sjaldan verið hærra en um þessar mundir. Fulltrúar olíuframleiðsluríkjanna hittast á fundi á miðvikudag en á honum hyggjast Sádar leggja til að framleiðslan verði aukin um tvö prósent, í 27,5 milljónir tunna á dag.

Olíuverð lækkar enn

Olíuverð hefur enn lækkað á heimsmarkaði í morgun, einkum vegna þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum eru í hámarki. Það sló nokkuð á verðlækkunina að Alþjóðaorkumálastofnunin telur enn að olíuþörf verði mikil á næstunni. Bandaríkjadollari hefur einnig lækkað um hartnær 2,5 prósent í þessari viku gagnvart íslensku krónunni.

Netviðskipti aukast mikið í Evrópu

Viðskipti á Netinu hafa aukist um heil 80 prósent í Evrópu á aðeins einu ári. Það eru einkum alls konar peningaviðskipti og heimabankastarfsemi sem og sala á flugferðum og ferðalögum sem hafa aukist gríðarlega.

Forstjóri Boeing segir upp

Harry Stonecipher, forstjóri og stjórnarformaður Boeing, hefur sagt upp starfi sínu hjá fyrirtækinu að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Farið var fram á uppsögn Stoneciphers eftir að rannsókn var gerð á sambandi hans við konu sem starfar hjá Boeing.

Olíuverð fór yfir 53 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu náði fjögurra mánaða hámarki í gær þegar verðið á tunnunni fór yfir fimmtíu og þrjá dollara. Að sögn sérfræðinga á olíumarkaði er ástæða hækkunarinnar aukin eftirspurn eftir olíu á heimsvísu.

Sjá næstu 50 fréttir