Fleiri fréttir

Olíuframleiðsla verði óbreytt

Olíumálaráðherrar OPEC-olíuframleiðsluríkjanna ákváðu á fundi sínum í gær að halda framleiðslunni óbreyttri, en hún er nú 27 milljónir tunna á dag. Þeir ákváðu jafnframt að falla frá því markmiði sínu frá árinu 2000 að verð á olíutunnu skuli vera á bilinu 22 til 28 dollarar til að halda efnahag í heiminum í jafnvægi.

Ekki dregið úr olíuframleiðslu

Ekki verður dregið úr olíuframleiðslu hjá OPEC-ríkjunum. Þetta var ákveðið á fundi helstu olíuframleiðsluríkja heims í Vín í dag. Olíuverð hefur lækkað mjög frá því sem það varð hæst á síðasta ári en er þó enn töluvert hærra en í byrjun síðasta árs.

Hagnaður Microsoft tvöfaldast

Hagnaður Microsoft tvöfaldaðist á síðasta ársfjórðungi vegna aukinnar eftirspurnar og kostnaðaraðhalds samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka. Hagnaðurinn nam 3,46 milljörðum dollara eða rúmum 215 milljörðum íslenskra króna.

Hafa áhyggjur af dalnum

Fjármálasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru farnir að óttast að bág staða bandaríkjadals ógni efnahagslegum stöðugleika í heiminum. Lágt gengi dollarans er nú farið að koma illa við bandarísk fyrirtæki þar sem viðskiptavinir þeirra borga gjarnan í dollurum.

Óvæntur halli fellir dollarann

Viðskiptahalli Bandaríkjanna sló met í nóvember og var 60,3 milljarðar dollara eða 3.800 milljarðar króna. Tíðindin komu á óvart, en búist var við því að hallinn myndi minnka frá fyrra mánuði og verða 54 milljarðar dollara. Fréttirnar felldu gengi dollarans, en mörgum kom á óvart að útflutningur Bandaríkjamanna minnkaði milli mánaða

Sjá næstu 50 fréttir