Fleiri fréttir

Breytingar gerðar á framkvæmdastjórn Marel

Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Marel, sem taka gildi frá og með deginum í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Marel að markmið breytinganna sé að skerpa á skilvirkni í rekstri, stjórnun lykilfjárfestinga til að auka hraða og sveigjanleika og styðja við vaxtarmarkmið.

Lóa Björk um borð í Lestina

Lóa Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í dagskrárgerð og menningarumfjöllun á Rás 1. Hún mun stýra Lestinni með Krisjáni Guðjónssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Gunnar Egill nýr forstjóri Samkaupa

Gunnar Egill Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Samkaupa og tekur við af Ómari Valdimarssyni sem hefur gegnt stöðunni undanfarin þrettán ár. Gunnar Egill hefur starfað sjá fyrirtækinu í tuttugu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs.

Snæbjörn Ingi frá Origo til Itera

Snæbjörn Ingi Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera á Íslandi. Itera opnaði á síðasta ári skrifstofu í Reykjavík en aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Noregi.

SaltPay fjárfestir í Dineout

Fjármálafyrirtækið SaltPay hefur fjárfest í Dineout og er komið inn í eigendahóp fyrirtækisins. Samningur þess efnis var undirritaður í dag.

Herdís tekur sæti Katrínar í peningastefnunefnd

Herdís Steingrímsdóttir, dósent í hagfræði við Copenhagen Business School, hefur verið skipuð í peningastefnunefnd Seðlabankans til næstu fimm ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin

Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast.

Búast við jafn­vægi á í­búða­markaði á næsta ári

Greiningardeild Íslandsbanka segir íbúðamarkað enn vera á blússandi siglingu og mikla eftirspurnarspennu ríkja á markaði. Þó er hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári með dvínandi eftirspurn og auknu framboði nýrra íbúða.

Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði

Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu.

Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík

Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi.

Glæ­ný flug­vél bætist í flota Play

Flugfélagið PLAY hefur fengið glænýja Airbus A320neo flugvél afhenta. Vélin kemur beint úr verksmiðju flugvélaframleiðandans í Frakklandi og sú fyrsta af þessari tegund í flota flugfélagsins.

Vill að á­hrifa­valdar fái endur­greiðslu frá ríkinu

Björn Steinbekk, drónaflugmaður og markaðsmaður, segir að áhrifavaldar eigi að fá sömu ívilnanir og kvikmyndaiðnaðurinn. Hann hefur þegar borið upp erindið við Lilju Alfreðsdóttur ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.

Lands­bankinn varar við sann­færandi svika­póstum

Landsbankinn varar við tölvupóstum sem sendir hafa verið út í nafni bankans. Póstarnir innihalda hlekk á innskráningarsíðu sem virðist vera netbanki Landsbankans en með innskráningunni komast óprúttnir aðilar yfir aðgangsupplýsingar viðskiptavina.

67,6 milljarða lakari við­­skipta­­jöfnuður

44,2 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2021. Niðurstaðan er 61,2 milljarða lakari en ársfjórðunginn á undan og 67,6 milljarða lakari en á sama tímabili árið 2020.

Gísli Freyr tekur við af Stefáni Einari

Gísli Freyr Valdórsson hefur verið ráðinn fréttastjóri viðskiptadeildar Morgunblaðsins og tekur hann við stöðunni af Stefáni Einari Stefánsyni.

Vín­búðin tekur rúss­neskan vodka úr sölu

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að taka fjórar tegundir af fimm af rússneskum vodka úr sölu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vodkinn verður fjarlægður úr hillum vínbúða á landinu þar til annað verður ákveðið.

Guide to Iceland skiptir um nafn

Ferðatæknifyrirtækið Guide to Iceland hefur breytt nafni sínu í Travelshift. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Sjá næstu 50 fréttir