Fleiri fréttir

Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla

Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári.

Metár hjá Origo

Hagnaður Origo nam 5.285 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs, samkvæmt nýbirtu uppgjöri upplýsingatæknifyrirtækisins, en þar af voru áhrif sölunnar á ríflega helmingshlut í Tempo um 5.098 milljónir króna.

Bankar keppi á jafn­ræðis­grunni

Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum.

Staða þjóðarbúsins ein sú besta í evrópskum samanburði

Hrein staða íslenska þjóðarbúsins gagnvart útlöndum er betri en víðast hvar á meðal Evrópuríkja. Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að breytt staða þjóðarbúsins ætti að leiða til lægri langtímavaxta. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áframhaldandi útlit fyrir viðskiptaafgang við útlönd á næstu árum.

Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa

Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi.

Hafa væntingar um minni verðbólgu

Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið.

Föttum ekki að nýsköpun er spretthlaup

Formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins segir að breyta þurfi Íslandi úr einhæfu auðlindahagkerfi í að byggja á hátækniiðnaði. Tæknin mun drífa áfram hagvöxt á 21. öldinni.

Eiga orðið jafn mikið í lánum og hlutabréfum

Hlutdeild sjóðfélagalána af heildareignum lífeyrissjóðanna hækkaði hratt á síðasta ári og er næstum því jafn há og hlutdeild innlendra hlutabréfa. Vantar fleiri fjárfesta á markaðinn, segir dósent í hagfræði.

Leggur 66°Norður til 3,2 milljarða í hlutafé

Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna.

Beðið með sölu á lúxusíbúðum

Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu.

Bjarni segir eðlilegt að setja fram áætlun vegna Íslandsbanka fyrst

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti munnlega skýrslu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Alþingi í dag. Hann sagði að það væri ekki heilbrigt að ríkið ætti tvo þriðju hluta bankakerfisins og sagði skynsamlegt fyrir ríkið að setja fram trúverðuga áætlun um losun eignarhalds á Íslandsbanka áður en teknar yrðu ákvarðanir varðandi Landsbankann.

Verðbólgan var 3,4% í janúar

Vísitala neysluverðs lækkaði í janúar og mældist þá 3,4% samanborið við 3,7% verðbólgu í desember. Breytingin skýrist að hluta til af verðlækkunum á janúarútsölum.

Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga

Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi.

Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum

Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað.

Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá

Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu.

Draga 156 af 237 uppsögnum til baka

Airport Associates sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur nú afturkallað uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember á síðasta ári.

Spá því að íslensk heimili og fyrirtæki pakki nú í vörn

Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2018 til 2020 verður árið 2019 árið sem íslensk heimili og fyrirtæki pökkuðu í vörn. Bankinn spáir 1,1 prósent hagvexti í ár en að ný uppsveifla hefjist svo strax á næsta árið með 3,1 prósent hagvexti.

Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma

Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið.

Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við

Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll.

Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum

Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Sjá næstu 50 fréttir