Fleiri fréttir

Atorka kaupir enn í NWF

Atorka Group hefur tilgreint til Kauphallarinnar í Lundúnum að félagið eigi nítján prósenta hlut í NWF Group.

Atorka kaupir enn á ný í NWF

Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í NWF Group og heldur nú utan um 19 prósenta hlut. Það var fyrst vorið 2004 sem Atorka tilkynnti til Kauphallarinnar í Lundúnum um fjárfestingar sínar í NWF og hefur frá þeim tíma verið að auka hlut sinn jafnt og þétt í breska framleiðslu- og dreifingarfélaginu.

Stefnir í hagnað hjá Sterling árið 2006

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir í viðtali við Markaðinn í dag, að allt stefni í það að félagið verði rekið með hagnaði í ár. „Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta var margfalt betra en þessi félög hafa gert nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi verið búnir að gleyma því hjá Maersk að það hafi verið til plús í tölvunum.“

Sameinast OMX

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um kaup OMX kauphallana á Kauphöll Íslands. Sameining verður um áramót.

LSR í 170. sæti í Evrópu

Sautján íslenskir lífeyrissjóðir í hópi þúsund stærstu. ABP í Hollandi er stærsti sjóður Evrópu, 56 sinnum stærri en LSR.

Stela kúnnum frá Sterling

Jet-Time, nýju dönsku leiguflugfélagi, hefur tekist að ná viðskiptum frá dansk-íslenska lággjaldaflugfélaginu Sterling og náð um tíu prósenta markaðshlutdeild samkvæmt frétt fríblaðsins 24 timer.

Kaupa réttinn á hellisbúanum

Leikhúsmógúllinn ehf., sem hefur frá árinu 2000 framleitt og kynnt leikritið Defending the Caveman (eða Hellisbúann) á meginlandi Evrópu, hefur nú keypt höfundarréttinn af höfundi leikritsins, Rob Becker.

Fólkið ósammála stjórnvöldum

Fólkið í landinu er ósammála stefnu íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum, segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í aðsendri grein. Með stefnu sinni í Evrópumálum og skattlagningu matvæla séu stjórnvöld í raun að segja Íslendingum að þeim henti best að búa við háa vexti og hátt matvælaverð.

Fjallað um Porter

Í dag heldur Runólfur Smári Steinþórsson prófessor fyrirlestur um Michael E. Porter, prófessor við Harvard-háskóla, undir yfirskriftinni "Einn helsti hugsuður heims - ágrip um Michael E. Porter". Er fyrir­lesturinn hluti af málstofuröð Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar.

Lítið framboð á fiski

Framboð á fiski var í minni kantinum á fiskmörkuðum í síðustu viku þegar tæplega 1.400 tonn af fiski voru boðin upp.

Erlend skráning ekki ákveðin

Forsvarsmenn Mosaic Fashion segja ekkert liggja fyrir um það hvort stefnt verði að tvöfaldri skráningu félagsins. Mail on Sunday sagði frá því að félagið stefndi að því að skrá félagið einnig á markaði í Bretlandi á næsta ári. Mosaic er skráð í Kauphöll Íslands.

Jákvæðari tónn hjá Danske Bank: Fjallar um snarpa kólnun eftirspurnar.

Danske Bank fjallar í nýrri greiningu um íslenska hagkerfið og fagnar þar kólnun í innlendri eftirspurn og segir það góðar fréttir. "Nú er hægt að tala um að verulega hafi hægt á innlendri eftispurn á Íslandi," segir Lars Christensen, sérfræðingur bankans og vísar til eigin árstíðarleiðréttra útreikninga um að eftirspurn hér hafi dregist saman um sem nemi 15,9 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Velta umfram væntingar

Velta í hagkerfinu jókst um 22,4 % að nafnvirði í maí- og júní miðað við sama tíma í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir neyslu- og fjárfestingatengdar atvinnugreinar hafa drifið hagkerfið áfram á tímabilinu og komi það ekki á óvart.

Erum á góðum stað í samrunaferli kauphalla

Sameining Kauphallarinnar og OMX er sögð heillaskref fyrir íslenskan fjármálamarkað. Þá er talið gott að stíga skrefið nú áður en OMX rennur inn í enn stærra samstarf.

Penninn kaupir hlut í Te og Kaffi

Penninn hefur keypt þriðjungshlut í fyrirtækinu Te og kaffi og mun framvegis annast dreifingu og þjónustu til fyrirtækja á vörum frá Te og kaffi. Fyrirhugað er að opna nýtt kaffihús í Austurstræti á næstunni.

Laxaverð stendur í stað

Verð á laxi stóð í stað á erlendum mörkuðum í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum norsku Hagstofunnar í dag. Laxaverðið hefur lækkað hratt í sjö vikur í röð en meðalverðið í síðustu viku stóð hins vegar í stað frá vikunni á undan.

Spá lægri verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent í október og muni 12 mánaða verðbólga því lækka úr 7,6 prósentum í 7,3 prósent. Á móti hækkunum á matvöru, fatnaði og þjónustu skiptir miklu lækkun eldsneytisverð.

Actavis hækkar ekki boðið í Pliva

Í kjölfar tilkynningar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Telur félagið fyrra boð sitt í samræmi við virði félagsins.

Mesta verðbólgan á Íslandi

Samræmd vísitala neysluverðs hér á landi hækkaði um 0,4 prósent í ágúst frá fyrri mánuði. Til samanburðar hækkaði verðlag í EES-ríkjunum að meðaltali um 0,2 prósent. Sé litið til síðastliðinna 12 mánaða hækkaði vísitalan um 7,1 prósent hér á landi en um 2,3 prósent innan EES og á evrusvæðinu.

Eimskip eignast öll bréf í Kursiu Linija

Eimskip hefur gengið frá kaupum á 30 prósenta hlut í Kursiu Linija, einu stærsta skipafélagi í Eystrasaltríkjunum. Fyrir átti Eimskip 70 prósent í félaginu og á það nú öll bréf skipafélagsins. Heildarkaupverð nemur 8 milljónum evra eða tæpum 716 milljónum íslenskra króna.

Exista upp um 7 prósent

Fyrstu viðskipti með bréf í Exista í Kauphöll Íslands voru við opnun markaðarins í morgun. Gengi bréfa í félaginu var 23 krónur á hlut í morgun en það er 7 prósentum hærra en verð á hlut í útboði með bréfin í upphafi vikunnar. Gengið hefur lækkað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn.

Landsframleiðsla jókst um 2,75 prósent

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,75 prósent að raungildi á öðrum fjórðungi frá sama tíma í fyrra, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar, sem kom út í dag. Þar segir að þjóðarútgjöld hafi aukist talsvert meira eða um 7 prósent á sama tíma en jafn hægur vöxtur hefur ekki sést síðan á síðasta ársfjórðungi 2003. Leiddi það til áframhaldandi viðskiptahalla við útlönd.

Vanskil í sögulegu lágmarki

Hlutfall vanskila af útlánum á öðrum ársfjórðungi ársins 2006 var 0,6 prósent en var 1,1 prósent á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hlutfallið var það sama, 0,6 prósent, í lok næstu tveggja ársfjórðunga á undan og hefur hlutfallið ekki verið lægra á síðustu fimm árum.

Samkeppnismál á ensku

Samkeppniseftirlitið hefur opnað enska útgáfu af heimasíðu sinni á slóðinni www.samkeppni.is/en. Með þessu segist Samkeppniseftirlitið vilja leggja sitt af mörkum til þess að efla þekkingu í útlöndum á samkeppnismálum hér.

Titan hefur senn starfsemi

Frosti Bergsson, fyrrum stjórnarformaður Opinna kerfa, og Síminn hf., hafa gengið til liðs við upplýsingafyrirtækið Titan ehf., sem tekur til starfa á næstu vikum og ætlar sér stóra hluti á upplýsingamarkaði.

Skráning Exista dregur fram dulda eign KB banka

Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur.

Háir vextir ekki markmið

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu.

Kippur í krónubréf

Talsverður kippur hefur komið í útgáfu krónubréfa á síðustu mánuðum og hafa alls verið gefin út krónubréf fyrir 45 milljarða króna frá því um miðjan júlí. Í gær og í fyrradag bættist enn við útgáfuna þegar KFW, Deutsche Bank og Rabobank gáfu út bréf fyrir alls 11 milljarða til eins til tveggja ára.

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna varar Actavis við

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) hefur veitt Actavis viðvörun eftir úttekt á tilteknum þáttum í starfsemi félagsins í Little Falls í New Jersey, einni af fjórum verksmiðjum Actavis í Bandaríkjunum. Úttektin fór fram í febrúar síðastliðnum.

Glitnir og Landsbanki hækka vexti

Glitnir og Landsbankinn hækkuðu báðir vexti sína í dag til samræmis við 50 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hækkanirnar taka gildi frá og með 21. september næstkomandi.

Býst við minni verðbólgu í haust

Seðlabankinn segir framvindu efnahagsmála frá júlíbyrjun hafa í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá bankans að öðru leyti en því að verðbólga verður nokkru minni á þriðja fjórðungi ársins og verðbólgukúfurinn á seinni helmingi ársins trúlega lægri en spáð var. Bankinn segir verðbólgu enn mikla.

KB banki gerir ráð fyrir 23,8 milljarða hagnaði

KB banki gerir ráð fyrir því að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi vegna hlutafjárútboðs Exista nemi 23,8 milljörðum króna sé miðað við útboðsgengi. Bankinn seldi 1.100 milljónir hluta í Exista í tengslum við skráningu fyrirtækisins í Kauphöll Íslands og færir 10,8 prósenta eignarhlut sinn í Exista á gangvirði.

Tvíburakort hjá Símanum

Síminn hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu sem nefnist Tvíburakort en það gerir viðskiptavinum Símans kleift að vera með tvö mismunandi símtæki með sama símanúmerinu. Þessi áskriftarleið er sérhönnuð fyrir þá símnotendur sem þurfa að nota tvö símtæki, t.d. GSM síma og Blackberry síma eða jafnvel GSM síma og bílasíma en vilja nota sama símanúmerið fyrir báða símana.

Sjá næstu 50 fréttir