Fleiri fréttir

Bein út­sending: Iðn­þing 2022

„Græn iðnbylting á Íslandi“ er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi á Vísi, en í hópi ræðumanna má finna þrjá ráðherra.

Árni hlaut 98 prósent at­kvæða

Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marels, var endurkjörinn formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins á aðalfundi í dag. Hann var einn í framboði og hlaut 98 prósent atkvæða. 

Kapp­kosta við þjálfun starfs­fólks til að geta sinnt verk­efnum kollega sinna á flótta í Úkraínu

Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim.

Fimm­tán flug­fé­lög með reglulegt flug til Íslands í ár og 25 í sumar

Fimmtán flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands reglulega í ár og alls munu 25 bjóða upp á flug til Íslands í sumar. Árið 2019, fyrir heimsfaraldur, voru það fjórtán flugfélög sem flugu allan ársins hring til Íslands, en líkt og í ár voru það 25 flugfélög sem flugu til Íslands sumarið 2019.

Mikil­vægt að virkja til þess að ná fullum orku­skiptum

Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna.

Elds­neytis­verð muni sveiflast mikið á næstu vikum

Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 

Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg

Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana.

300 króna múrinn rofinn á höfuð­borgar­svæðinu og víðar

N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 

Sex milljóna króna hækkun á innan við viku

Ásett verð þriggja herbergja blokkaríbúðar í Kópavogi hækkaði um sex milljónir króna á fimm daga tímabili. Fasteignasali segir að aðstæður hafi breyst hjá seljenda sem vilji reyna fá hærra verð fyrir eignina.

Tólf milljarða hagnaður af rekstri OR á síðasta ári

Tólf milljarða króna hagnaður varð af rekstri Orkuveiru Reykjavíkur á síðasta ári. Ársreikningur samstæðunnar var samþykktur af stjórn í dag og er lagt til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda – það er Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð – sem nemi fjórum milljörðum króna.

Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt

Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil.

Ráðin til sjó­baða Skúla í Hvamms­vík

Hilmar Þór Bergmann, Fríða Jónsdóttir, Gróa Jónsdóttir og Guðmundur Guðjónsson hafa öll verið ráðin til starfa til að vinna að uppbyggingu ferðaþjónustu í Hvammsvík í Hvalfirði.

Segir Bolungarvíkurgöng hafa bjargað Bjarnabúð

Margir spáðu því að Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins, myndi lognast út af með Bolungarvíkurgöngum þegar auðveldara varð fyrir Bolvíkinga að skreppa í búðir á Ísafirði. Reynsla kaupmannsins varð þveröfug; Ísfirðingar fóru að versla í Bolungarvík.

Olíuverð komið langt yfir afkomuspá

Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí.

Breytingar gerðar á framkvæmdastjórn Marel

Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Marel, sem taka gildi frá og með deginum í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Marel að markmið breytinganna sé að skerpa á skilvirkni í rekstri, stjórnun lykilfjárfestinga til að auka hraða og sveigjanleika og styðja við vaxtarmarkmið.

Lóa Björk um borð í Lestina

Lóa Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í dagskrárgerð og menningarumfjöllun á Rás 1. Hún mun stýra Lestinni með Krisjáni Guðjónssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Gunnar Egill nýr forstjóri Samkaupa

Gunnar Egill Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Samkaupa og tekur við af Ómari Valdimarssyni sem hefur gegnt stöðunni undanfarin þrettán ár. Gunnar Egill hefur starfað sjá fyrirtækinu í tuttugu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs.

Snæbjörn Ingi frá Origo til Itera

Snæbjörn Ingi Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera á Íslandi. Itera opnaði á síðasta ári skrifstofu í Reykjavík en aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Noregi.

SaltPay fjárfestir í Dineout

Fjármálafyrirtækið SaltPay hefur fjárfest í Dineout og er komið inn í eigendahóp fyrirtækisins. Samningur þess efnis var undirritaður í dag.

Herdís tekur sæti Katrínar í peningastefnunefnd

Herdís Steingrímsdóttir, dósent í hagfræði við Copenhagen Business School, hefur verið skipuð í peningastefnunefnd Seðlabankans til næstu fimm ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Sjá næstu 50 fréttir