Fleiri fréttir

Draga 156 af 237 uppsögnum til baka

Airport Associates sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur nú afturkallað uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember á síðasta ári.

Spá því að íslensk heimili og fyrirtæki pakki nú í vörn

Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2018 til 2020 verður árið 2019 árið sem íslensk heimili og fyrirtæki pökkuðu í vörn. Bankinn spáir 1,1 prósent hagvexti í ár en að ný uppsveifla hefjist svo strax á næsta árið með 3,1 prósent hagvexti.

Google gæti drepið auglýsingavara

Hugbúnaðarfyrirtæki hafa áhyggjur af því að fyrirhugaðar breytingar á Chrome-vafra Google gætu bundið enda á viðbætur sem loka á auglýsingar á vefsíðum.

Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma

Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið.

Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við

Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll.

Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum

Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“

Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði.

Hæfi og traust skiptir jafn miklu máli og gott verð

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það skipti miklu máli að fá hæfa eigendur með gott orðspor að hlut ríkisins að fjármálafyrirtækjum en að horfa eingöngu til þess að sem hæst verð fáist fyrir hlutabréfin. Sala á bönkunum er hins vegar ekki á dagskrá á næstunni og hefur ríkisstjórnin frestað lagabreytingum vegna þess fram á haust.

Ásmundur fyllir í skarð Vilhelms

Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Hann tekur við keflinu af Vilhelm Má Þorsteinssyni sem á dögunum var kynntur til leiks sem nýr forstjóri Eimskips.

Seðlar og mynt á undanhaldi

Peningar hafa verið til í þúsundir ára en aðrar aðferðir til að greiða fyrir vörur og þjónustu hafa alltaf verið fyrir hendi. Seðlar og mynt hafa verið algengasti greiðslumátinn en nú er það að breytast.

Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu.

Hótar að hindra yfirtökuna á Flybe

Stærsti hluthafi Flybe skoðar réttarstöðu sína vegna yfirtöku fjárfesta á breska flugfélaginu. Hann sakar forsvarsmenn Flybe um að bera hagsmuni hluthafa fyrir borð.

Heimili landsins áfram mun meira í óverðtryggðum húsnæðislánum

Ný óverðtryggð lán viðskiptabankanna til heimila landsins, með veði í húsnæði, námu 10,6 milljörðum króna umfram uppgreiðslur í desember síðastliðnum á sama tíma og ný verðtryggð húsnæðislán til heimilanna voru aðeins 318 milljónir króna umfram uppgreiðslur.

Seldu skuldabréf fyrir 36 milljarða

Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur tryggt sér fjármögnun upp á 300 milljónir dala, jafnvirði ríflega 36 milljarða króna, með sölu á skuldabréfum til fjárfesta.

Björgólfur leiðir fjárfestahópinn

Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group tekur þátt í kaupum í ríkisflugfélaginu á Grænhöfðaeyjum. Baldvin Þorsteinsson og Steingrímur Halldór Pétursson eru einnig í fjárfestahópnum.

Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna

Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt.

Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum

Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum

Drónarnir á Gatwick kostuðu EasyJet milljarða

Lággjaldaflugfélagið EasyJet áætlar að drónarnir, sem trufluðu flugumferð um Gatwick-flugvöll í desember, hafi kostað flugfélagið um 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna.

Sjá næstu 50 fréttir